Miðvikudagur , 21. nóvember 2018

30 milljónir á Vesturland

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur veitt landshlutasamtökum sveitarfélaga níu verkefnastyrki á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Þetta er í fyrsta sinn sem framlögum úr byggðaáætlun er úthlutað að fengnum umsóknum og stendur til, að sögn Sigurðar Ing Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að fjölga slíkum samkeppnispottum jafnt og þétt á næstunni. …

Meira..»

Hver er á myndinni?

S.l. miðvikudag voru skoðaðar myndir í Amtsbókasafninu úr safni Ljósmyndasafns Stykkishólms. Meðfylgjandi mynd var skoðuð en ekki tókst að finna út hvaða konur væru á henni. Því er leitað til lesenda Stykkishólms-Póstsins og snaefellingar.is til hjálpar! Ábendingar óskast sendar á netfangið magnus@stykkisholmur.is Næsta myndaskoðun verður í Amtsbókasafninu miðvikudaginn 21. nóvember …

Meira..»

Sköpun í GSS

Á síðastliðnu skólaári 2017 – 2018 gerðum við tilraun með þverfaglegt aldursblandað fag sem fékk nafnið Sköpun. Þrjár megin ástæður þess að stjórnendum  og kennurum þótti vert að fara í þessar breytingar voru að: Auka vægi list- og verkgreinakennslu í samræmi við aðalnámsskrá og viðmiðunarstundatöflu. Auka val hjá yngstu nemendum  …

Meira..»

Skemmtilegar Skagakonur

FKA Vesturland hóf starfsárið s.l. laugardag með heimsókn á Akranes. Heimsótt voru fyrirtæki og vinnustofur kvenna á Akranesi sem sumar hverjar eru í Félagi kvenna í atvinnurekstri og aðrar í Jókum sem er staðbundið félag á Skaganum. Mjög fjölbreyttir viðkomustaðir voru heimsóttir og höfðu allar konurnar gaman og einnig gagn …

Meira..»

Mömmukökur

Ég þakka Elínu Ingu, frænku minni og góðvinkonu, og prjónafrænku barnanna minna, fyrir þessa skemmtilegu áskorun. Tímasetningin hentar einstaklega vel þar sem núna styttist í jólin. Ég er mikið jólabarn og elska allt sem við kemur jólunum (nema kannski jólaþrifin). Það eru jú langt komið fram í nóvember og eru …

Meira..»

Dáleiðsluvika / Kynningar og meðferðir í Stykkishólmi – 3 fríar dagskrár í boði meðan húsrúm leyfir.

Tveir meðferðardáleiðendur með þrjár friar dagsskrár fyrir hópa í Æðarsetri Íslands og Stykkishólmskirku í vikunni frá mánudeginum 19. til og með 23. nóvember, 2018. Allir velkomnir. Boðið verður einnig upp á að bóka sig í einkatíma í dáleiðslu  í Stykkishólmi fyrir kr. 8000 þessa kynningarviku. Meðferðardáleiðsla kostar annars kr. 13.500. …

Meira..»