Hótel í Tresmiðjuhúsinu

Seinnipart júlímánaðar var lögð inn fyrirspurn hjá Stykkishólmsbæ frá Hólminum ehf sem snéri að því hvort mögulegt væri að byggja hótel á lóð gömlu Trésmiðjunnar við Nesveg 2. Var erindið kynnt lítillega í bæjarráði og skömmu seinna sent inn til formlegrar afgreiðslu. Hugmyndir eru um að byggja í tveimur áföngum um 80 herbergja hótel þar sem gamla byggingin yrði hækkuð og þar yrðu herbergi á tveim hæðum, aðrir hlutar húss yrðu á einni hæð. Gert er ráð fyrir fullri nýtingu á lóð á skissum sem fylgdu erindinu og jafnvel gert ráð fyrir einhverri stækkun á lóð. Umfjöllun varð í fjölmiðlum um þessi áform og hefur Stykkishólms-Póstinum borist eftirfarandi yfirlýsing vegna þeirrar umfjöllunar:

„Að gefnu tilefni vilja seljendur 74% hlutafjár í Sæferðum ehf., sem nú hefur verið selt til Eimskip, koma eftirfarandi á framfæri vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um sölu félagsins, hverjir hafi átt félagið og framtíðaráform seljenda félagsins.
Seljendur félagsins eru:
Tvídrangi ehf. um 69,6% (eigendur; Byggðastofnun, Páll Kr. Pálsson og Pétur Stefánsson).
María Valdimarsdóttir 4,4%
Samtals eignarhlutur um 74%.
Pétur Ágústsson um 13,3%
Svanborg Siggeirsdóttir um 12,8%
Samtals eignarhlutur um 26%.
Viðræður hafa staðið yfir við Eimskip um kaup á félaginu frá febrúar 2015 og hefur Páll Kr. Pálsson stjórnarformaður Sæferða leitt þær viðræður og þá vinnu sem fram hefur farið af hálfu félagsins í tengslum við söluna.
Þá skal tekið fram að ofangreindir seljendur 74% hlutafjár í Sæferðum tengjast á engan hátt fyrirtækinu Hólminum og/eða áformum þess um hótelbyggingu í Stykkishólmi.“

sp@anok.is