De dejlige danske dage

Fjölskylduhátíðin Danskir Dagar verður haldin í 23. sinn í Stykkis-hólmi helgina 18. – 20. ágúst næstkomandi. Við viljum hvetja bæjarbúa og gesti þeirra til að sameinast í hverfagrillin líkt og undanfarin ár og skreyta hjá sér götur og garða til að gefa bænum skemmtilegan svip fyrir hátíðina, en verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið. Meðfylgjandi er tillaga að hverfaplani. Þetta er auðvitað bara tillaga og er frjálst að breyta henni.

H.C. Andersen kvarter
Bókhlöðustígur: H.C. Andersensvej
Skólastígur: Skolestræde
Höfðagata: Hofvej
Hafnargata: Nyhavn

Østerbro kvarter
Austurgata: Østerbrogade
Skúlagata: Langelinie
Tangagata: Sjællands Odde
Ægisgata: Amager
Smiðjustígur: Smedgade

Borgmestervej kvarter
Borgarflöt: Borgmestervej
Borgarbraut: Århusvej
Borgarhlíð: Borgengade
Garðaflöt: Havestien
Sjávarflöt: Strand Allé
Vallarflöt: Engvej
Víkurflöt: Sletten

Sundebakken kvarter
Sundabakki: Sundebakken

Istedgade kvarter
Nestún: Istedsgade
Neskinn: Jyllandsvej
Nesvegur: Nørregade

Himmelbjerget kvarter
Ásklif: Himmelbjerget
Áskinn: Lille-Himmelbjergvej
Búðanes: Købmagergade

Gammeldanskvej kvarter
Tjarnarás: Gammel Danskvej
Móholt: Holt

Fiskeskurstange kvarter
Hjallatangi: Fiskeskurstange

Himmelriget kvarter
Lágholt: Lilholtsvej
Árnatún: Parken
Reitarvegur: Rosengade
Silfurgata: Sølvgade

Strøget kvarter
Aðalgata: Strøget
Laufásvegur: Enghøj
Víkurgata: Stranvej
Þvervegur: Tværsvej

Margt skemmtilegt verður í boði á Dönskum dögum og má þar meðal annars nefna kubbmót, sundlaugapartý fyrir unglinga, boðið verður upp á eplaskífur í Norska húsinu, reiðhjólatúr, froðurennibraut, brekkusöngur, bryggjuball, markaðssvæði og margt fleira. Firmakeppni í fótbolta verður haldin laugardaginn 19. ágúst kl. 16:30. Verðlaun verða fyrir sigurliðið sem og liðið í flottustu búningunum, 7 í liði, hámark 10 lið. Skráning fer fram á netfanginu danskirdagar@stykkisholmur.is, eða í síma 865-4516.
Búið að að gera nýja Dönsku daga boli og fjölnota poka, sala hefst þriðjudaginn 15. ágúst kl. 16:00 í Bónus og verður fram að hátíðinni.
Hlökkum til að sjá ykkur á Dönskum dögum árið 2017.

Nefndin