Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Danskir dagar í Stykkishólmi

Undirbúningsnefnd Danskra daga 2017

Kære beboere i Stykkishólmur og andre gæster, gleðilega hátíð.

Í vor fékk ég með mér í lið sex ungar konur búsettar hér í Hólminum eða með tengsl hingað, til að skipuleggja Danska daga árið 2017. Þetta eru þær Dóra Lind Pálmarsdóttir, Hildur Lára Ævarsdóttir, Marín Rós Eyjólfsdóttir, Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir, Steinunn Alva Lárusdóttir og Þórhildur Eyþórsdóttir. Það var strax lagt upp með það að dagskráin yrði sem mest heimagerð, eitthvað í boði fyrir alla, sérstaklega ungu kynslóðina og hefur undirbúningurinn gengið mjög vel.
Dagskráin hefur verið borin í heimahús og hana má einnig nálgast á Facebook síðu Danskra daga og á heimasíðu hátíðarinnar, danskirdagar.stykkisholmur.is.

Nefndin vill þakka bæjaryfirvöldum og öllum þeim sem hafa styrkt hátíðina með fjármagni og vinnu. Við hvetjum jafnframt fólk til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum og vonum að þið njótið helgarinnar með okkur.

Ég vil að lokum þakka nefndinni fyrir góða og skemmtilega samvinnu undanfarna mánuði.

Hjördís Pálsdóttir
framkvæmdastjóri Danskra daga