7. bekkur ræðir við bæjarstjórann

Við í 7. Bekk GSS erum að læra um jarðhræringar og eldgos í náttúrufræði og fórum að velta okkar nánasta umhverfi fyrir okkur. Upp komu spurningar sem við ákváðum að spyrja bæjarstjórann að og fengum við viðtalstíma hjá honum.
Á fundinum með bæjarstjóra töluðum við fyrst um það að Ljósufjöll er virk eldstöð og spurðum hann hvort til væri virk neyðaráætlun ef þau færu að gjósa og vindáttin væri þannig að Stykkishólmur lokaðist af. Hann tók undir að á Snæfellsnesi eru virkar eldstöðvar, en sagðist ekki hafa hugleitt sérstaklega hvað ætti að gera ef Ljósufjöll færu að gjósa. Hann talaði um að á Snæfellsnesi væru ekki almennt jarðhræringar eins og t.d. á suðurlandi. Bæjarstjórinn sagði að ef það færi að gjósa væri það hlutverk Almannavarna ríkisins að bregðast við, bæjarstjórnin væri ekki með neina virka neyðaráætlun. Sturla sagði janframt að af því tilefni að 7. bekkur spyrði hann um þetta, myndi hann taka þetta mál upp í bæjarráði á næsta fundi, segja frá þessum spurningum og bera upp þá tillögu að athuga hvort ekki ætti að búa til neyðaráætlun ef Ljósufjöll færu að gjósa og Stykkishólmur myndi lokast af.
Því næst spurðum við bæjarstjórann hvort hann vissi hvort allir íbúar Stykkishólms kæmust í nýja Baldur því við höfðum heyrt að þeir hefðu allir komist í gamla Baldur ef þess hefði þurft. Hann taldi það ólíklegt en talaði um að eflaust væri hægt að koma öllum burt í öllum þessum bátum sem hér eru.
Að lokum spurðum við að því hvort fylgst sé með fyrirvörum eldgosa, s.s. bergspennu á Snæfellsnesi en hann sagðist halda að svo væri ekki en myndi skoða það mál betur.
7. bekkur þakkar bæjarstjóra fyrir viðtalið.

7. bekkur GSS