Útskrift í FSN

Útskriftarnemendur FSN

Miðvikudaginn 20. desember brautskráðust 8 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Baldvin Mattes, Konráð Ragnarsson og Patrekur Örn Gestsson. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Ármann Örn Guðbjörnsson, Daníel Husgaard Þorsteinsson og Finnbogi Þór Leifsson. Af opinni braut brautskráðust Alma Björk Clausen og Anna Halldóra Kjartansdóttir.

Athöfnin hófst á því að stórsveit Snæfellsness flutti lag. Sveitin er skipuð nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er jafnan fengin til þess að koma fram við hátíðleg tækifæri.

Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir  brautskráði  nemendur og flutti ávarp. Sólrún Guðjónsdóttir  aðstoðarskólameistari  afhenti  síðan nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Sveitarfélögin sem standa að skólanum gáfu viðurkenningarnar ásamt Landsbankanum.

Alma Björk Clausen hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi. Fékk hún veglega bókagjöf frá sveitarfélögunum og peningagjöf frá Landsbankanum. Baldvin Mattes hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku. Ármann Örn Guðbjörnsson og Konráð Ragnarsson fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íþróttum.

Gleym mér ei, kvenfélagið gaf einnig öllum nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið.

Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari flutti kveðjuræðu kennara og starfsfólks og Marta Magnúsdóttir flutti ræðu fyrir hönd fimm ára stúdenta.

Nýstúdentinn Ármann Örn Guðbjörnsson hélt kveðjuræðu nýstúdenta þar sem hann kvaddi skólann og starfsfólk hans.

Nemendur sem útskrifuðust í desember árið 2007 færðu skólanum gjöf að tilefni 10 ára útskriftarafmælis þeirra.

Að lokum bauð skólameistari gestum í kaffi og kökur.

FSN/Ljósmynd: Jara Hilmarsdóttir