Bleikar bollur

Karín Herta Hafsteinsdóttir

Takk fyrir áskorunina kæra mágkona Dagbjört Hrafnkelsdóttir.

Nú er úr vöndu að ráða hvaða uppskrift ætti ég að setja hér inn og eiginmaðurinn var ekki lengi að segja, en bleiku bollurnar sem er í miklu úppáhaldi hjá allri fjölskyldunni. Ég geri aldei of mikið af þeim því þær eru ekki síðri daginn eftir.

Hér er uppskriftin svona í grófum dráttum ég er löngu búin að týna uppskriftinni og er mjög dugleg að DASSA.

Bleikar bollur
600 gr nautahakk
½ poki rifinn ostur
1 bolli brauðrasp
1 egg
Krydd eftir smekk

Öllu blandað saman í skál og mótað í bollur og steikt á pönnu og sett í eldfast mót
Síðan er einn laukur saxaður smátt, settur á pönnuna og svissaður og síðan er ½ l rjóma hellt yfir og suðan látin koma upp, tómatsósu bætt út í og sósan þykkt. Sósunni hellt yfir bollurnar í eldfasta mótinu og sett í bakaraofninn á 170°C í um 20 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og okkur finnst best að hafa frosnu sumarblönduna af grænmeti með.

Ég þakka fyrir mig og skora á yfirmann minn hana Dómó sem eldar fyrir næstum hálfan bæinn, hún lumar örugglega á einhverri framandi uppskrift.

Verði ykkur að góðu

Karín Herta Hafsteinsdóttir