Á bjöllu Lionskallinn liggur…

dagatal_lions2014-1Hvað gera Lionsmenn? “Það eru kallar sem ganga í hús og selja blóm”, er svarið sem liggur í augum uppi.
Starfsemi Lionsklúbbsins fer í fullan gang á haustin með reglulegum lionsfundum og fjölbreyttum verkefnum. Þannig hefur það verið frá árinu 1967 þegar klúbburinn var stofnaður og alla tíð hefur Lionsklúbbur Stykkishólms unnið eftir einkunnarorðum Lionshreyingarinnar: Við leggjum lið.
Klúbburinn okkar hefur staðið fyrir og stutt ýmiss konar samfélagsþjónustu í Stykkishólmi og nágrenni eins og Hólmarar þekkja. Við söfnum fé með ýmsu móti. Seljum bæjarbúum eitt og annað, leitum eftir styrkjum frá fyrirtækjum eða leggjum til eigin vinnu og sérþekkingu félagsmanna. Þeir fjármunir fara allir í Líknar- og menningarsjóð klúbbsins og jafnóðum er veitt úr honum til þarflegra verkefna.
Sem dæmi um úthlutanir má nefna árlega fjárstyrki til fólks og félagasamtaka eða kaup á tækjum og búnaði á dvalarheimili og sjúkrahús. Handlagnir félagar hönnuðu og smíðuðu handrið í innisundlaug og búningsklefa og klúbburinn hefur fengið fyrirtæki og önnur félagasamtök til að leggja fé til góðra mála. Dæmi um það er Veðurskiltið við Aðalgötu. Á þessu ári stóð klúbburinn að því ásamt fleirum að kaupa ómskoðunartæki fyrir bakdeildina sem kostaði u.þ.b. 6.000.000,- kr. Í þetta lagði klúbburinn fram 500.000 og safnaði framlögum frá öðrum fyrir tæpar 700.000´
Stærsta fjáröflun okkar undanfarin ár hefur verið sala dagatalsins og erum við þakklátir fyrir þær góðu viðtökur sem það hefur fengið. Nú er komið að því að Lionsfélagar heimsæki Hólmara og nærsveitunga og bjóði þeim Dagatal 2014. Þeim sem missa af þeim heimsóknum – en vilja ekki missa af dagatalinu – er bent á að hafa samband við Gunnlaug Árnason eða Eyþór Benediktsson.
F.h. Lionsklúbbs Stykkishólms, Eyþór Benediktsson, ritari