Á góðri stund í Grundarfirði 2015

Stjórn Hátíðarfélags Grundarfjarðar hefur ráðið Kristínu Lilju Friðriksdóttur sem framkvæmdastjóra hátíðarinnar Á góðri stund 2015. Hátíðin fer fram helgina 24. – 26. júlí og verður hún með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þeir sem hafa áhuga á að koma að hátíðinni á einhvern hátt eru hvattir til þess að hafa samband við nýráðinn framkvæmdastjóra sem fyrst á netfangið agodristund@bref.is eða í síma 865-0710. Dagskrá hátíðarinnar verður birt þegar nær dregur á heimasíðunni agodristund.grundarfjordur.is.
Stjórn Hátíðarfélags Grundarfjarðar