Ábyrgð, jöfnuður, almannaheill

Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn að bættum lífskjörum á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang.

Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn að bættum lífskjörum á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang.

 

 Með áframhaldandi ábyrgri stjórn ríkisfjármála og áherslu á fjölbreytta og sjálfbæra atvinnuuppbyggingu mun skapast svigrúm hjá ríkissjóði á næsta kjörtímabili.  Áætlun Vinstri grænna fyrir ríkisfjármál á næsta kjörtímabili gerir ráð fyrir að á bilinu 50-60 milljarða króna svigrúm verði til sóknar í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum auk þess sem hægt verður að hefja niðurgreiðslur skulda ríkissjóðs. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá Hagstofunnar, að skattkerfið verði óbreytt auk þess að auðlindarenta vegna nýtingar á jarðvarma og vatnsföllum skili sér í auknum mæli til ríkissjóðs í samræmi við tillögur Auðlindastefnunefndar. Engar skattahækkanir eða frekari niðurskurður í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum er áætlaður.

 Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á eftirfarandi atriði á komandi kjörtímabili:

 Bætt kjör:

Mikilvægi starfsfólks í heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfinu verði viðurkennt með því að bæta kjör þess umfram annarra stétta.

Bætt verði úr starfsaðstöðu og tækjakosti.

 

Heilbrigðismál:

 

Heilsugæslan verði efld.

Aðgengi að tannlæknaþjónustu verði betra og jafnara.

Sálfræðiþjónusta verði hluti af heilbrigðiskerfinu.

Nýr Landspítali.

 

Menntamál:

 

Fjármögnun framhaldsskóla verði tryggð.

Fjármögnun háskólastigsins verði tryggð.

Námsmönnum verði tryggður framfærslustuðningur sem geri þeim kleift að einbeita sér að námi sínu

Ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði lögfest.

Nýju kerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi verði komið á fót.

 

Velferðarmál:

 

Staða barnafjölskyldna, aldraðra, öryrkja og tekjulágra verð bætt.

Áframhaldandi efling barnabótakerfis og vaxtabótakerfis.

Fleirum verði tryggt tækifæri til þess að taka fæðingarorlof með því að hækka tekjuþak.

Nýtt almannatryggingakerfi verði lögfest og fjármögnun þess tryggð.

Stuðningur við skuldsett heimili.

Nýtt húsnæðiskerfi sem tryggir öllum öruggt heimili verði komið á laggirnar.