Miðvikudagur , 19. desember 2018

Að loknum Dönskum dögum

Við í nefndinni viljum þakka bæjarbúum fyrir vel heppnaða danska daga sem fram fóru helgina 15.-18. ágúst.  Það var okkur heiður að fá að sjá um danska daga þetta árið og erum við hjá körfuknattleiksdeild Snæfells gríðarlega þakklátt fyrir alla þá sjálfboðaliða sem að hátíðinni komu og gerðu hana að veruleika, hver sem þeirra störf voru.  Án sjálfboðaliða gengur hátíðin ekki upp einsog hún hefur gert frá upphafi, né starfið okkar í körfunni en það þekkjum við.

Við í nefndinni viljum þakka bæjarbúum fyrir vel heppnaða danska daga sem fram fóru helgina 15.-18. ágúst.  Það var okkur heiður að fá að sjá um danska daga þetta árið og erum við hjá körfuknattleiksdeild Snæfells gríðarlega þakklátt fyrir alla þá sjálfboðaliða sem að hátíðinni komu og gerðu hana að veruleika, hver sem þeirra störf voru.  Án sjálfboðaliða gengur hátíðin ekki upp einsog hún hefur gert frá upphafi, né starfið okkar í körfunni en það þekkjum við.

Hátiðin hófst með tónleikum Bjarna Ara og co. í kirkjunni og stóð kappinn heldur betur fyrir sínu.  Í ár gerðum við smá breytingar sem við vonum að allir hafi verið sáttir við, þeir sem vildu halda sínum hverfisgrillum gerðu það öll með sínum hætti en aðrir hátíðargestir, hvort sem það voru heimafólk, gestir eða fólk af tjaldsvæðinu sóttu bæjargrillið fyrir aftan Arionbanka þar sem okkar heimafólk söng og spilaði undir dyggri stjórn Haffa Gúnda og félaga.  Allir tónilstarmennirnir okkar voru mjög sátt við að fá að spila við þær aðstæður sem upp voru settar og úr varð mjög ánægjulegt kvöld sem við vonum að sé komið til að vera.  

Dagskráin á laugardeginum hófst með stubbahlaupinu og rann hún svo létt í gegn þar sem fjölbreytileg afþreying var í boði á hátíðarsvæðinu, Hvítasunnu Karnivalið var til fyrirmyndar (einnig á föstudeginum) og dagskráin á sviðinu fyrir alla aldurshópa.  Skottmarkaðurinn setti svip sinn á Aðalgötuna og markaðstjaldið var fullt af ýmislegum varningi.  Dagskráin var einsog áður segir fyrir alla aldurshópa og alltaf á folk sér sitt uppáhalds atriði.  Umgengni fólks var til fyrirmyndar á hátíðinni og því ber að fagna.  Um kvöldið var síðan góður brekkusöngur undir stjórn Bjössa og Elvars sem endaði með flugeldasýningu sem hikstaði örlítið vegna tæknilegra örðuleika, en svona hlutir geta alltaf gerst og lítið við því að gera.  Páll Óskar sem hafði verið fyrr um daginn á dagskemmtuninni var svo með fjölsótt ball í íþróttahúsinu þar sem skemmtunin fór einstaklega vel fram og fóru allir gríðarlega sáttir heim eða fengu sér góðan bita fyrir svefninn.

Hátíðin virðist vera komin í nokkuð fastan jarðveg með fjölda og ræður bærinn auðveldlega við þennan fjölda.  Við erum stolt af því sem við bjóðum uppá en gríðarlega margir koma að hátíðinni og var gott samstarf við þá sem komu fram og skemmtu, fyrirtækin í bænum, löggæsluna, björgunarsveitina, áhaldahúsið og fleiri og fleiri.

Danskir Dagar 2013 eru á facebook, en síðan var mjög lifandi í sumar og yfir dagana, okkur langar til að biðja fólk um að gera hana enn betri og senda þar inn myndir og myndbönd ef þau eru til.  Einnig myndum við vilja fá að heyra hvað bæjarbúum og hátíðargestum fannst um hátíðna, jákvætt/neikvætt með því að senda okkur tölvupóst á netfangið danskirdagar2013@gmail.com  til þess að hægt sé fyrir næstu nefnd að gera enn betur eða halda því sem er í lagi.

Með von um að allir hafi átt ánægjulega Danska Daga 2013

Fyrir hönd nefndarinnar, Ingi Þór Steinþórsson &Þóra Margrét Birgisdóttir/Mynd Sumarliði Ásgeirsson