Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness var haldinn á Hótel Ólafsvík sunnudaginn 5.mars.

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness var haldinn á Hótel Ólafsvík sunnudaginn 5.mars. 

Fundurinn þótti góður og þeir aðilar sem vinna að ferðamálum á svæðinu voru sammála um að ná þeim markmiðum sem sett voru við stofnun samtakanna fyrir 15 árum að ná sem allra bestri samvinnu og samstöðu  meðal ferðaþjónustuaðila og bæjarfélaga á Snæfellsnesi.

Stjórn samtakanna sendi frá sér svohljóðandi ályktanir: “Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness haldinn 5. mars 2006 fagnar þeirri fjölgun og uppsetningu góðra merkinga við bæi og stofnanir sem átt hefur sér stað á undanförnum árum í sveitum á Snæfellsnesi.

Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til sveitarstjórna í þéttbýlisstöðunum á Snæfellsnesi að sjá til þess að húsa-, götu- og umferðarmerkingar séu þar í góðu ástandi.

Þá telur fundurinn áríðandi að í nágrenni allra þéttbýlisstaðanna verði skipulagðar frístundabyggðir séu slíkar byggðir ekki þegar fyrir í skipulagi”

Nánar má sjá um fundinn á vef samtakanna http://www.snaefellsnes.net/