Afdrep – jólakveðja

screen-shot-2016-12-22-at-14-49-50Starfið í félagsmiðstöðinni okkar í vetur er búið að vera mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Í byrjun nóvember gerðum við okkur ferð í Borgarnes þar sem við fórum á Æskulýðsballið með öllum félagsmiðstöðvunum á Vesturlandi. Við héldum spila­kvöld, bíókvöld, kareokekvöld og spurningakeppni þar sem krakkarnir spreyttu sig á spurningum tengdum tónlistar­heiminum í dag. Auk þess héldu krakkarnir Drag Race þar sem stelpurnar fengu að mála strák­ana og annað kvöld þar sem strákarnir fengu að spreyta sig á stelpunum. Ekki er laust við það að nokkrir af krökkunum okkar eigi framtíðina fyrir sér í þessum bransa.

Þar sem jólin eru á næsta leyti héldum við okkar árlega kaffihúsakvöld þann 8. des­ember. Þá var öllum velkomið að koma og eiga með okkur gott kvöld en þáttakana var frekar dræm þetta árið. Við buðum upp á kökur og kakó ásamt skemmti­legum atriðum frá hæfileikríkum krökkum.

Næsta ár verður ekki síðra hjá okkur en þá ætlum við að skella okkur á SamVest á Hólmavík og á Samfestinginn í Laugardals­höllinni í mars. Á planinu hjá okkur er líka Tiedye, brjóst­sykursgerð, stelpukvöld og strákakvöld, sundlaugapartý, skemmtilegt kvöld í íþrótta­húsinu og okkar árlega óvissu­ ferð.

Við í félagsmiðstöðinni Afdrep viljum óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli