Árleg styrktarganga Göngum saman

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum. Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini og almennt eykur hreyfing lífsgæði fólks. Í gegnum félagið Göngum saman gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein.

Styrktarfélagið Göngum saman var stofnað í september 2007. Félagið leggur áherslu á hreyfingu, bæði til heilsueflingar og sem tæki til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum. Hugmyndafræði Göngum saman byggir á þremur hugtökum: grasrótinni, hreyfingu og grunnrannsóknum. Það hefur verið bent á mikilvægi hreyfingar sem forvörn gegn brjóstakrabbameini og almennt eykur hreyfing lífsgæði fólks. Í gegnum félagið Göngum saman gefst almenningi og fyrirtækjum tækifæri til að stuðla að aukinni þekkingu á uppruna og eðli brjóstakrabbameins með því að styðja íslenskt vísindafólk sem rannsakar brjóstakrabbamein.  

Ein helsta fjáröflunarleið félagsins hefur verið árleg styrktarganga sem við hér í Stykkishólmi tókum nú þátt í í þriðja sinn.

Við vorum með sölubás í Bónus á laugardeginum og við sundlaugina fyrir göngu.  Söfnuðust hér 122 þúsund sem við erum rífandi glaðar með.

34 tóku þátt í göngunni og 3 hundar í einmuna veðurblíðu.  Hópurinn skellti sér síðan í sund eftir göngu í boði Stykkishólmsbæjar.  Hafið bestu þakkir fyrir ykkar framlag til Göngum saman í ár.

Hanna Jónsdóttir