Árný kemur færandi hendi

Árný Guðmundsdóttir hefur lengi séð um flöskusjóðinn á Dvalarheimilinu, en hún hefur séð um að safna saman og gera skil á honum. Margir bæjarbúar vita af þessu góða starfi Árnýjar og hafa skilið eftir dósapoka á tröppunum heima hjá henni.

Árný Guðmundsdóttir hefur lengi séð um flöskusjóðinn á Dvalarheimilinu, en hún hefur séð um að safna saman og gera skil á honum. Margir bæjarbúar vita af þessu góða starfi Árnýjar og hafa skilið eftir dósapoka á tröppunum heima hjá henni.

Hún hefur í gegnum árin fært heimilinu góða og þarfa hluti sem koma sér vel fyrir íbúana. Á dögunum kom hún enn færandi hendi og afhenti 2 fótanuddtæki og 2 hitateppi fyrir axlir og bak. Mikil ánægja er hjá íbúunum með þessa hluti  og eru þeir mikið í notkun.

Við þökkum Árnýju fyrir þessa góðu sendingu og óskum henni velfarnaðar.                                                           Erla Gísladóttir