Ásbyrgi fagnar 6 ára afmæli

Við í Ásbyrgi fögnuðum 6 ára afmæli okkar mánudaginn 27. ágúst s.l. sem við gerðum með því að fara út að borða á Stundarfrið. Auður og fjölskylda tóku vel á móti okkur.

Auður sýndi okkur staðinn og trúlega hefðu allir verið til í að gista eftir matinn og fresta heimferð.

Auður sagði okkur sögu staðarins, þau byrjuðu reksturinn 2011 með einum sumarbústað. Svo vatt reksturinn upp á sig og bústaðirnir urðu 3. Að lokum reis Hótelið Stundarfriður sem var í byggingu s.l. vetur og hóf starfsemi sína í mars á þessu ári. Það hefur verið mikið að gera og er fullt út október. Þess ber að geta að starfsfólkið er flest búsett í skóginum.  Auður og fjölskylda ætla ekki að láta nægja að vera aðeins með gistingu heldur eru þau líka að bjóða upp á mat.

Við vorum mjög ánægð með kvöldið sem endaði með að Helgi og Ollý tóku dúett, vel valið lag fyrir utan í kvöldkyrrðinni og náttúrufegurðinni sem þar er. Sendum kveðjur og þakkir í skóginn.

Jóhanna Ómarsdóttir starfsmaður í Ásbyrgi.