Ásbyrgi fékk styrk frá Öryrkjabandalagi Íslands

ÖBÍ veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Umsóknarfrestur rann út 15. mars síðastliðinn.
Við í Ásbyrgi sóttum um styrk til kaupa á verkfærum til endurnýtingar á pappír og til sápugerðar. Umsóknir voru teknar fyrir á fundi 5. apríl og við vorum svo heppin að fá úthlutað 100.000 kr. sem við munum nýta vel til tækjakaupa.
Þessi styrkur gefur okkur kost á að auka enn frekar við verkefnastöðu okkar í Ásbyrgi. Við eru rífandi kát og þakklát fyrir það traust sem okkar starfi er sýnt með þessum styrk.

Hanna Jónsdóttir starfsmaður í Ásbyrgi