Föstudagur , 16. nóvember 2018

Auglýsig um kynningarfund á deiliskipulagstillögu

Samkvæmt 40.gr. 3.mgr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur kynningarfundur á eftirfarandi deiliskipulagstillögu.
Nýrækt í Stykkishólmi.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Svæðið um 35ha og liggur í jaðri þéttbýlis Stykkishólms, austan við Byrgisborg. Á svæðinu hefur verið stundað húsdýrahald frá því um 1933-35. Stærsta holtið nefnist Grensás og þar er skógrækt. Markmið deiliskipulags er að skilgreina lóðir fyrir frístundabúskap, dýraspítala og skógrækt.
Deiliskipulagstillagan verður kynnt á almennum fundi í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar, 3. hæð, mánudaginn 9. febrúar 2015 milli klukkan 16:00 og 16:30.

Sigurbjartur Loftsson
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi.