Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulag Snæfellsness

SvæðisskipulagSvæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 var í desember sl. samþykkt af sveitarstjórnum Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar. Svæðisskipulagsnefnd hefur afgreitt svæðisskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar og öðlast það gildi þegar afgreiðslu stofnunarinnar lýkur og skipulagið hefur verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Nánar á vefsíðum sveitarfélaganna.
Skipulagið og fylgigögn má skoða á snaefellsnes.is/svaedisskipulag

Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi