Bætt þjónusta heilsugæslustöðvar

Vegna breytinga á högum lífeindafræðings hefur nýrri stöðu hjúkrunarfræðings verið bætt við heilsugæsluna og  hafa Hrafnhildur Jónsdóttir og Heiða María Elfarsdóttir verið ráðnar í starfið en þær skipta með sér einu stöðugildi. Auk þess að sinna blóðtökum koma þær meðal annars til með að sjá um röntgenmyndatökur á dagvinnutíma, en sú þjónusta hefur ekki verið í föstum skorðum undanfarið. Breyting þessi er varðar blóðtökur mun taka gildi í næstu viku.  Mikilvægt er að eiga beiðni frá lækni og eiga bókaðan tíma í blóðtöku. Síminn er sem áður 432-1200.

Blóðtökutímar og móttaka sýna verður á mánudögum frá 8:00-8:30 svo og á þriðjud. fimmtud. og föstud. frá 8.00-9:00.

Með sumarkveðju

Brynja Reynisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslu HVE Stykkishólmi