Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Baráttan um auðlindirnar

Það hefur gengið á ýmsu undanfarin 4 ár við að koma á breytingum á fisveiðistjórnarkerfinu í gegn margt hefur áunnist en heildarendurskoðunin fékkst ekki afgreidd við þinglok þó málið væri fullbúið og tilbúið til afgreiðslu eftir mikla vinnu og aðkomu fjölda aðila. Hverjir börðust harðast gegn öllum breytingum það voru „Hagsmunaöflin, Peningaöflin og Valdaöflin“ í landinu eða sambland af þessu öllu sem er stórhættuleg blanda. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögðust af fullum þunga með þessum öflum til þess að koma í veg fyrir að Kvótakerfinu yrði breytt í réttlætisátt. Þeir lögðust meira segja svo lágt að hleypa ekki lögum í gegn sem voru kölluð „Litli fiskur“ og innifela í sér að Srandveiðar hefðu farið í 3.6% hlutdeild og hefðu stóreflt Strandveiðar ásamt því að setja 1800 tonn í neyðarbyggðakvóta inn til byggða sem væru í erfiðleikum og taka á meðaflavanda í ýsu allt góð mál en þessir flokkar stoppupu við þinglok að hleypa þeim til afgreiðslu er þetta í lagi ég segi Nei!

Það hefur gengið á ýmsu undanfarin 4 ár við að koma á breytingum á fisveiðistjórnarkerfinu í gegn margt hefur áunnist en heildarendurskoðunin fékkst ekki afgreidd við þinglok þó málið væri fullbúið og tilbúið til afgreiðslu eftir mikla vinnu og aðkomu fjölda aðila. Hverjir börðust harðast gegn öllum breytingum það voru „Hagsmunaöflin, Peningaöflin og Valdaöflin“ í landinu eða sambland af þessu öllu sem er stórhættuleg blanda. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögðust af fullum þunga með þessum öflum til þess að koma í veg fyrir að Kvótakerfinu yrði breytt í réttlætisátt. Þeir lögðust meira segja svo lágt að hleypa ekki lögum í gegn sem voru kölluð „Litli fiskur“ og innifela í sér að Srandveiðar hefðu farið í 3.6% hlutdeild og hefðu stóreflt Strandveiðar ásamt því að setja 1800 tonn í neyðarbyggðakvóta inn til byggða sem væru í erfiðleikum og taka á meðaflavanda í ýsu allt góð mál en þessir flokkar stoppupu við þinglok að hleypa þeim til afgreiðslu er þetta í lagi ég segi Nei!

Auðlindir landsins eru fjölbreyttar það er fiskurinn,vatnið,jarðvarminn,virkjunarréttindi,námuréttindi, hugsanlega olía og gas og fleira sem fellur hér undir.

Árið 2007 börðust sjálfstæðis og framsóknarmenn fyrir því að einkavæða vatnið og koma því í séreignavarinnrétt Vinstri græn börðust hart gegn því þá og tókst að fresta gildistöku laganna til 2010 og núverandi ríkisstjórn felldi þau úr gildi og stöðvaði þar með einkavæðingaráform og tryggði áframhaldandi almannaeign á vatni. Við þinglok kom fram frumvarpi sem styrkti enn frekar almannaeign á vatni en hverjir risu aftur upp alfarið gegn málinu jú það voru sömu flokkarnir sem stoppuðu málið þannig að það komst ekki til afgreiðslu í þinglok.

Við þekkjum vel baráttuna um nýja stjórnarskrá og þar stendur „Náttúruauðlindaákvæðið“ uppúr það hefur baráttumál Vinstri grænna frá upphafi að koma auðlindarákvæði inn í stjórnarskrá sem tryggir sameign þjóðarinnar á auðlindum landsins. Þar vissum við að sjáfstæðismenn væru því mótfallnir en Framsóknarflokkurinn hefur leikið þar tveim skjöldum og lögðu þeir fram tillögu í þinglok sem gekk út á það að verja einkaeignréttinn á auðlindunum og vildu að nýtingarleyfi væru ígildi óbeins eignarréttar og stjórnarskrárvarinn. Sem þýðir að útgerðin á að eiga fiskinn í sjónum og geta selt hann og veðsett að vild áfram og hvað verður þá um tilkall þjóðarinnar til auðlindarentu.

Staðan er ekki flókin Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn standa vörð um peningaöflin í landinu og gegn þjóðareign á „Auðlindum landsins“

Baráttan heldur áfram um yfirráð og nýtingu þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum landsins. Gleymum samt ekki þeim mikla árangri sem  náðst hefur á kjörtímabilinu við að brjóta niður múra sérhagsmunagæslu og koma á breytingum á óréttlátu kvótakerfi.

Vorið 2009 lagði Steingrímur J Sigfússon fram frumvarp um Strandveiðar í ríkisstjórn  sem var nýjung og hefur gjörbylt möguleikum minni útgerða og hleypt lífi í sjávarbyggðir á sumrin.

Opnað var á leigu á skötusel,leyfðar voru veiðar á síld og makríl á minni báta sem ekki var heimilt áður. Komið var á veiðigjöldum sem skiluðu ríkssjóði 13 milljörðum á síðasta ári sem gerir okkur kleift að hraða samgöngubótum og efla velferðarkerfið og stöðva allan niðurskurð sem af Hruninu leiddi.

Hvernig Ísland viljum við sjá fyrir komandi kynslóðir í framtíðinni ? Við í Vinstri grænum viljum byggja á jöfnuði og réttlæti og að þjóðin njóti afraksturs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og að nýtingarétturinn byggist á jafnræði og tryggi jafnframt íbúum sjávarbyggðanna aðgengi að fiskveiðiauðlindinni.

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður skipar 1.sæti Vinstri grænna í Norðvestur- kjördæmi.