Basar

Kvenfélagið Hringurinn hefur hafið vetrarstarfið og að venju eru kvenfélagskonur á fullu við að undirbúa hinn árlega basar sem nú verður haldinn 1. desember – fyrsta sunnudag í aðventu.
Í Hólminum segja margir „Jólin byrja á jólabasar kvenfélagsins“
Á næsta fundi okkar mánudaginn 18. nóvember verður farið í að ganga frá fallegri handavinnu og búa til flotta pakka í hina vinsælu „pakkaveiði“ en það er nokkuð sem við tókum upp frá „Spítalaskólanum“ og öll börn sem þar voru muna eftir og kunna vel að meta. Allir krakkar verða að fá að veiða. Meðan mamma og pabbi drekka heitt súkkulaði.
Þeir sem vilja leggja okkur lið og gefa muni er velkomið að kíkja til okkar í Freyjulund n.k. mánudagskvöld og/eða hafa samband við formanninn Ölmu Diegó eða aðrar kvenfélagskonur. Margar góðar gjafir höfum við fengið þannig og þiggjum með þökkum, og munið að allur ágóði af Basarnum okkar rennur til góðra verka hér í okkar bæ.
Basarinn verður auglýstur nánar í næsta blaði, missið ekki af því.
Þórhildur Pálsdóttir ritari