Basarinn tókst vel

IMG_2552

Kærar þakkir til bæjarbúa og annara gesta sem fjölmenntu á basar okkar kvenfélagskvenna. Að venju var ys og þys fyrsta klukkutímann við að bera fram súkkulaðið og pönnukökurnar og eins og alltaf fengum við röskar stúlkur til að hlaupa um með okkur, við indæl jólalög frá nemendum tónlistarskólans.
Og það er líkast til hægt að horfa fram á bjarta framtíð félagsins þegar ungur drengur spurði mig á Basarnum okkar á sunnudaginn „hvenær má ég fara að vinna hjá ykkur“ hann er átta ára.
Og þá er framundan súkkulaðisalan þegar kveikt verður á jólatrénu í Hólmgarði. Þá er vinsælt að fá sér heitt súkkulaði með rjóma og það verður nóg fyrir alla. ☺
Kærar þakkir til allra þeirra sem styrkja okkur í starfi.
Þórhildur Pálsdóttir
Ritari.