Bikarlið SamVest

20160821_16013921. ágúst sl. fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, í frjálsum íþróttum utanhúss fyrir 15 ára og yngri. SamVest sendi lið til keppni, bæði stúlkna- og piltalið, og náði að manna allar keppnisgreinar. Hver keppandi má keppa mest í 2 greinum og boðhlaupi, þannig að það reynir á að geta skipað hverja grein þeim sem best ræður við hana.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og í heildina (stúlkur og piltar) fékk lið SamVest 113 stig og lenti í 5. sæti af þeim 11 liðum sem tóku þátt. Það er ánægjulegt að geta náð að skipa bæði stúlkna- og piltalið í öllum keppnisgreinum og geta boðið keppendum á starfssvæðinu okkar að taka þátt í svona liðakeppni. Með því sköpum við fleiri skemmtilega viðburði fyrir unglingana okkar, eflum stuðning við iðkun frjálsíþrótta á starfssvæðinu og treystum enn frekar samstarfið innan vébanda SamVest

Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði