Bókun L – listans vegna ársreiknings Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2015

L-listiÞað er mikilvægt í umræðu um fjármál sveitarfélagsins að nálgast þau af ábyrgð og raunsæi. Það er mjög rangt ef minnihluti hvers tíma fjallar einungis um það sem neikvætt er líkt og það er óábyrgt ef meirihluti hvers tíma fjallar einungis um það sem vel gengur.
Þegar fjallað er um A – hluta er átt við rekstur sveitarfélagsins utan sérstakra rekstrareininga sem teljast til B – hluta eins og höfnin, fráveitur og FSH (íbúðir).
Handbært fé frá rekstri fer úr um 30 milljónum í ársbyrjun 2015 niður í minus 17 milljónir í lok árs.
Fjárfestingar og afborganir lána voru fjármagnaðar að hluta með handbæru fé frá rekstri, seldum eignum og með nýjum lántökum. Nettó lækkun langtímaskulda var 33 milljónir.
Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2015 voru tekjur bæjar-sjóðs 1.066 millj. kr. samanborið við 891 millj. kr. árið 2014. Hækkun á milli ára nemur því rúmlega 19,6%.
Rekstrargjöld bæjarsjóðs þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir var 998 millj. kr. samanborið við 823,8 millj. kr. árið 2014, hækkun nemur 21,11%.
Veltufjárhlutfall er einungis 0,71 en þarf að vera 1 að lágmarki.
Í skýrslu endurskoðenda Stykkis-hólmsbæjar, stendur á bls. 9:
„Þrátt fyrir töluverða skuld-setningu bæjarfélagsins er staða bæjarfélagsins góð a.m.k. ef miðað er við eiginfjárstöðu.
Nauðsynlegt er að viðhalda rekstrarafgangi af rekstri bæjarins og auka veltufé frá rekstri. Ég tel að fara verði með gát varðandi aukningu á skuldsetningu bæjar-félagsins. Á það skal bent að áætlaðar afborganir lána á árinu 2016 nema um 136 millj. kr. en á árinu 2015 var veltufé frá rekstri skv. sjóðsstreymisyfirliti 91,5 millj. kr. þannig að ef ekki verður aukning á veltufé frá rekstri, sem aðeins næst með jákvæðum rekstri, er augljóst að Stykkishólmsbær verður að taka ný lán eða fá skuldbreytingu og lengingu í lánum til að geta staðið í skilum með afborganir.“
„Rekstur bæjarfélagsins er ekki að snúast til betri vegar þegar rekstrartekjurnar á árinu 2015 vaxa um tæp 3% á meðan rekstrarútgjöldin vaxa um rúm 7%.“
Niðurstaða reikninganna er jákvæð um tæpar 33 milljónir. Það er því ljóst að ef ekki hefði komið til sala bókasafnsins hefði niðurstaðan verið neikvæð um 16 milljónir.
Skuldahlutfallið (hlutfall milli skulda og tekna) er komið niður í 114,9 % sem skýrist af aukningu tekna.
Niðurstaða B hluta stofnana er jákvæð og ber þar að nefna jákvæðan rekstur fráveitna og hafnarmannvirkja.
Bæjarfulltrúar L – listans höfum ætið lagt áherslu á að lækkun skulda væri mikilvægasta mál Stykkishólmsbæjar þegar kemur að rekstri enda námu fjármagnsgjöld 2015 tæpum 70 milljónum.

Lárus Ástmar Hannesson, Ragnar Már Ragnarsson, Helga Guðmundsdóttir