Breytingar breytinganna vegna?

Helstu áherslur L lista manna eru  þær að þörf sé á breytingum við stjórnun bæjarfélagsins.  Í síðustu kosningum 2002 ákváðu framsóknarflokkurinn og S listinn sem var bræðingur vinstri aflanna að bjóða sameiginlega fram undir listabókstafnum L , úrslit þeirra kosninga urðu þannig að D listinn vann nauman meirihluta. 

[mynd]Helstu áherslur L lista manna eru  þær að þörf sé á breytingum við stjórnun bæjarfélagsins.  Í síðustu kosningum 2002 ákváðu framsóknarflokkurinn og S listinn sem var bræðingur vinstri aflanna að bjóða sameiginlega fram undir listabókstafnum L , úrslit þeirra kosninga urðu þannig að D listinn vann nauman meirihluta.  Nú hafa nýstofnaðir Vinstri Grænir hér í bæ ákveðið að ganga til liðs við L listann og verður áfram notaður lista-bókstafurinn L.
      Í kosningaundirbúningi L listans hefur verið talað um að þarna sé á ferðinni algjörlega nýtt afl félagshyggjufólks sem sé utan við alla flokkapólitík, en þegar listinn er skoðaður þá á ég ansi erfitt með að sjá þetta ópólitíska nýja fólk, því að í sex efstu sætunum eru fjórir sem voru á L listanum síðast, ásamt formanni og varaformanni nýstofnaðs félags Vinstri Grænna!
      Mig grunar að þetta „gjörsamlega nýja  framboð“ vilji ekki láta bendla sig við minnihlutann sem starfar þetta kjörtímabilið, enda riðu bæjarfulltrúar L listans ekki feitum hesti þegar að fólk valdi fólk.
      Ég skora á kjósendur að kynna sér stefnuskrár framboðanna frá kosningunum 2002 og fara svo yfir hvaða tillögur L-listinn annars vegar og D-listinn hins vegar hafi borið upp á kjörtímabilinu. Ég á  stefnuskrárnar til á tölvutæku formi og  get sent þeim sem áhuga hafa á.
      Á D listanum eru einungis þrír sem voru í framboði síðast, á listanum er áhugasamt og vinnufúst fólk og margir með mikla reynslu af vinnu í bæjarmálum. Stefnuskrá D listans hefur verið borin út og kosningaskrifstofan var opnuð í Sjávarpakkhúsinu 1. maí en lítið sem ekkert heyrist frá L listanum  þótt að aðeins séu rúmar 2 vikur til kosninga?

                                                                                           Símon Sturluson
                                                                                           skipar sjöunda sæti á D listanum.