Býr í þér ljóðskáld?

Í tengslum við Júlíönu – hátíð sögu og bóka, sem haldin verður í Stykkishólmi 22. – 25. febrúar næstkomandi, verður efnt til ljóðasamkeppni.
Þátttaka er öllum opin og til mikils að vinna því vegleg verðlaun verða í boði fyrir vinningshafa.

Skila skal ljóðunum fyrir 12. febrúar næstkomandi á Hótel Egilsen, Aðalgötu 2, 340 Stykkishólmi, merkt ljóðasamkeppni.
Ljóðið skal vera merkt dulnefni en með skal fylgja lokað umslag með réttu nafni höfundar. Sérstök dómnefnd mun velja besta ljóðið.

Undirbúningsnefndin