Dæturnar voru fjórar

Vegna fréttar í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins er rétt að fram komi eftirfarandi leiðrétting sem Rakel Olsen sendi til blaðsins.  „Í síðasta tbl. Stykkishólms-Póstsins kemur fram, í frétt um gjöf til Norska hússins, að Jósefína og Bogi Thorarensen hafi átt tvær dætur. Bogi og Jósefína áttu fjórar dætur, elst var Anna Magdalena fædd 1856, hún elst upp að mestu hjá móðursystur sinni Ólínu, sem gift var Agli Egilsen en eftir lát Ólínu er hún til heimilis hjá afa sínum og ömmu í Norska húsinu.

Vegna fréttar í síðasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins er rétt að fram komi eftirfarandi leiðrétting sem Rakel Olsen sendi til blaðsins.  „Í síðasta tbl. Stykkishólms-Póstsins kemur fram, í frétt um gjöf til Norska hússins, að Jósefína og Bogi Thorarensen hafi átt tvær dætur. Bogi og Jósefína áttu fjórar dætur, elst var Anna Magdalena fædd 1856, hún elst upp að mestu hjá móðursystur sinni Ólínu, sem gift var Agli Egilsen en eftir lát Ólínu er hún til heimilis hjá afa sínum og ömmu í Norska húsinu.

Hildur var fædd 1857 og giftist Hirti Jónssyni lækni, hún deyr eftir tvö ár í hjónabandi en þau hjón bjuggu í Frúarhúsinu og Hjörtur býr þar áfram í nokkur ár eftir fráfall hennar. Herdís fædd 1859 giftist Jósep Hjaltalín, orgelleikara og bókbindara, og býr í Frúarhúsinu til 1938 en þá deyr hún. Yngst var Guðrún Anna fædd 1861 hún deyr barn að aldri aðeins 9 ára.“