Dagur tónlistarskólanna 2013

Tónlistarskóli Stykkishólms hélt „Dag tónlistarskólanna“ hátíðlegan s.l. laugardag. Á tónleikum í kirkjunni voru 20 tónlistaratriði þar sem nemendur úr öllum deildum skólan létu ljós sitt skína. 

[mynd]Tónlistarskóli Stykkishólms hélt „Dag tónlistarskólanna“ hátíðlegan s.l. laugardag. Á tónleikum í kirkjunni voru 20 tónlistaratriði þar sem nemendur úr öllum deildum skólan létu ljós sitt skína. Nemendur voru á öllum aldri og á öllum námsstigum og sem fyrr mátti sjá og heyra margar framtíðar stjörnur. Kirkjan var troðfull af fólki og allir skemmtu sér vel. Eftir tónleika sá foreldrafélag lúðrasveitarinnar um kaffihlaðborð gegn vægu verði og gerði það daginn enn hátíðlegri. Á meðan tónleikagestir gæddu sér á veitingum foreldrafélagsins voru talin atkvæðin sem tónleikagestir greiddu í lok tónleikanna til að segja sína skoðun á hverjir ættu að fara fyrir hönd skólans á Nótuna 2013 til Ísafjarðar. Sigurvegari, með um 80 atkvæði var Hrefna Rós Lárusdóttir sem lék á básúnu stefið úr Bleika Pardusnum ásamt László Petö, sem lék á með píanó.

Þeir sem komu næst Hrefnu að atkvæðum – og fengu meira en 25 atkvæði hver, eru (í stafrófsröð):

  • – Gítartríó (Aron, Gauti og Jón Glúmur)
  • – Hafsteinn Helgi (trompet, túba, rafbassi)
  • – Ísól Lilja (píanó)
  • – Jóel Bjarki (trommur)
  • – Rocky Monkeys (hljómsveit)
  • – Theodóra og Sigurður (þverflauta og saxofónn)

Úr þessum hópi verða svo valdir nemendur til að fylgja Hrefnu Rós til Ísafjarðar 16. mars, en það verður ekki endanlega ljóst fyrr en líður á vikuna. Er öllum sem þarna komu saman færðar innilegar þakkir fyrir góðan og eftirminnilegan dag.

Skólastjóri

[mynd]