Dáleiðsluvika / Kynningar og meðferðir í Stykkishólmi – 3 fríar dagskrár í boði meðan húsrúm leyfir.

Tveir meðferðardáleiðendur með þrjár friar dagsskrár fyrir hópa í Æðarsetri Íslands og Stykkishólmskirku í vikunni frá mánudeginum 19. til og með 23. nóvember, 2018. Allir velkomnir.

Boðið verður einnig upp á að bóka sig í einkatíma í dáleiðslu  í Stykkishólmi fyrir kr. 8000 þessa kynningarviku. Meðferðardáleiðsla kostar annars kr. 13.500. og hefur orðið æ vinsælli sem meðferð undirmeðvitundar þinnar.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir er meðferðardáleiðari og eigandi Create Iceland – travel ehf. sem hyggur á nýjar tegundir ferða einnig með dáleiðslu og listsköpun á friðsæla staði eftir áramót í áætlun og hópferðum frá Korpúlfsstöðum. Hún hefur unnið sem menningarmiðlari, listamaður og ökuleiðsögumaður fyrir öll stærstu ferðaþjónustufyrirtæki Íslands í yfir tuttugu ár.

Hún hefur einnig notið leiðsagnar Grétu Berg hvað varðar dáleiðslutækni í eitt og hálft ár. Sólveig hefur einnig lokið námi frá Dáleiðsluskóla Íslands sem „certified clinical hypnotherapist – eða “meðferðardáleiðari” vorið 2018. Hún er þannig frumkvöðull að nýjum ferðum hér á landi og hvatamaður ásamt Grétu að fara inn á þá braut að kynna dáleiðslu einnig fyrir íslenskum hópum eins og á Snæfellsnesinu. 

Gréta Berg er listamaður, hjúkrunarfræðingur og dáleiðari í Michael D. Yapko meðferðardáleiðslu. Hún hefur unnið m.a. á Reykjalundi /geðsviði og HNLFI í Hveragerði. Hún bý nú í Hveragerði og hefur tekið lengi við viðskiptavinum einnig í dáleiðslu og listsköpun.

Því bjóða þær báðar upp á góða þekkingu sína við að miðla til ykkar í Stykkishólmi þessa kynningarviku. 

  1. Dagskrá:

Mánudagurinn 19. nóvember kl. 15.30 til 19.00 í Æðarsetri Íslands, Frúarstígur 6, Stykkishólmi. 

Hópadáleiðsa / meðferðardáleiðsla kynnt og teknar einstaklingsbókanir fyrir vikuna.

Einnig verða kynntar nýjar tegundir dáleiðlsuferða Create Iceland travel ehf. sem hefjast um áramót en þar er einnig boðið upp á list og álfaívaf og tengingar við Snæfellsnes.

  2 Dagskrá:

Þriðjudaginn 20. Nóvember kl. 20.00 til 22.00 í Æðarsetri íslands, Frúarstíg 6, Stykkishólmi.

Hópadáleiðsa spuni og flæði / meðferðardáleiðsla kynnt og teknar einstaklingsbókanir fyrir vikuna.

Einnig verða kynntar nýjar tegundir dáleiðsluferða með list og álfaívafi og tengingum við Snæfellsnes.

3 Dagskrá:

Stykkishólmskirkja kl 20.00 til 22.00. Kynning á meðferðardáleiðslum og möguleikum hennar við að endurforrita undirmeðvitundina og þannig betri líðan. 

Hugleiðsla Grétu Berg, sérstaklega tengd Stykkishólm – spuni og flæði. Huldufólks og álfaívaf.

Allir velkomnir.