Danskir dagar 2013

Dagana 16.-18.ágúst verður sannkölluð hátíð hér í bæ, Danskir dagar 2013.  Það er alltaf líf og fjör í Hólminum þessa daga og verður það einnig í ár. 

Hátíðin verður sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Í ár ætlum við að bjóða upp á sameiginlegt grill á hátíðarsvæðinu á föstudagskvöldinu þar sem gestum er boðið upp á að að kaupa beint af grilli eða koma sjálft með og grilla á staðnum. Þau hverfi sem vilja halda í sín hverfagrill eru hvött til þess að gera það. 

Dagana 16.-18.ágúst verður sannkölluð hátíð hér í bæ, Danskir dagar 2013.  Það er alltaf líf og fjör í Hólminum þessa daga og verður það einnig í ár. 

Hátíðin verður sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Í ár ætlum við að bjóða upp á sameiginlegt grill á hátíðarsvæðinu á föstudagskvöldinu þar sem gestum er boðið upp á að að kaupa beint af grilli eða koma sjálft með og grilla á staðnum. Þau hverfi sem vilja halda í sín hverfagrill eru hvött til þess að gera það. 

Á meðan grillmaturinn rennur niður verður fjölbreytt tónlistardagskrá í gangi á sviði og mögulega verður markaðstjaldið komið á fullt. 

Á laugardeginum verður svo ýmislegt í gangi, Leikhópurinn Lotta mun mæta á svæðið, Stubbahlaup, Nammileit, Skottmarkaður, Sterkasti Hólmarinn, flugeldasýning og Páll Óskar tekur lagið ásamt því að halda uppi stuðinu í Íþróttamiðstöðinni frá miðnætti og fram á rauða nótt. 

Við hvetjum svo alla Hólmara að taka virkan þátt í að skreyta bæinn í rauðum og hvítum lit, því undirbúningsnefnd Danskra daga mun veita verðlaun fyrir best skreytta hverfið og húsið.  

Markaðstjaldið verður á sínum stað yfir hátíðarhelgina og ráðskonur tjaldsins eru þær Sólbjört Sigríður Gestsdóttir og Dagný Hermannsdóttir. 

Þeir sem luma á verðmætum í geymslunni geta mætt á Skottmarkaðinn með gersemarnar og komið þeim í verð. Skottmarkaðurinn er einungis ætlaður fyrir geymsludót, annað á heima í markaðstjaldi. 

Þeir sem hafa áhuga á að panta sölupláss í markaðstjaldinu eða mæta með skott á skottmarkaðinn er bent á að senda inn upplýsingar í gegnum netfang hátíðarinnar. 

Undirbúningsnefnd Danskra daga óskar eftir einstaklingum eða félagasamtökum í samstarf um hátíðarhelgina. Hægt er að nýta dagana til fjáröflunar, kynna starfsemi eða bara láta á sér bera á skemmtilegan hátt, því hátíðin er hátíð okkar allra. 

Danskir dagar eru á Facebook; Danskir dagar 2013, þar mun undirbúningsnefndin setja inn upplýsingar um hátíðina og vera í góðu sambandi við alla þá sem kíkja á síðuna, senda inn fyrirspurnir eða athugasemdir.

Netfang hátíðarinnar er; danskirdagar2013@gmail.com

Með kærri kveðju 

Undirbúningsnefndin/Snæfell