Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Danskir dagar

DD logo 11 copyKæru Hólmarar. Fjölskylduhátíðin Danskir Dagar verður haldin hátíðleg helgina 14.-16. ágúst nk. Vinir og vandamenn munu flykkjast að í fallega bæinn okkar til að fagna með okkur, en þar sem undirbúningur fór seinna af stað en við hefðum viljað leitum við til ykkar að hjálpa okkur, því ef við tökum höndum saman verður hátíðin eins og við viljum hafa hana. Skreytum garðana okkar, plönum eitthvað skemmtilegt með nágrönnum, fjölskyldu eða
vinum og njótum samvista í þessu fallega umhverfi. Í ár ætlum við að
breyta aðeins út af laginu og halda fyrirtækjakeppnina „Orkumesta fyrirtækið í Hólminum“ í bubblebolta. Fyrirtæki og aðrir hópar eins og félagasamtök geta skráð sig til leiks og eiga fimm keppendur að vera í hverju liði, en einungis geta mest tíu lið tekið þátt svo fyrstir koma fyrstir fá. Skráning fer fram á danskirdagarstykkisholmi@gmail.com. Að lokum viljum við minna á skottmarkaðinn og markaðstjaldið og einnig biðjum við ykkur um að taka vel á móti fólkinu okkar sem mun ganga í hús í komandi viku og selja blað Danskra Daga, en ágóði blaðsins fer í að gera sjálfa hátíðina sem  glæsilegasta.
Nefndin.