Danskir dagar í næstu viku

11855714_913185245394280_5210159993862483209_nFjölskylduhátíðin Danskir Dagar verður haldin í 22. sinn í Stykkishólmi helgina 12. – 14. ágúst næstkomandi. Við viljum hvetja bæjarbúa og gesti þeirra til að sameinast í hverfagrillin líkt og undanfarin ár og skreyta hjá sér götur og garða til að gefa bænum skemmtilegan svip fyrir hátíðina.
Margt skemmtilegt verður í boði og má þar meðal annars nefna dorgveiðikeppni, morgunjóga, stubbalaup, Brúðubíllinn með Lilla í farabroddi, froðurennibraut, flugeldasýning, Pallaball og margt fleira. Markaðsvæðið verður á sínum stað á laugardeginum og er skráningafrestur í það er til 8. ágúst, hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið danskirdagar@stykkisholmur.is.
Við hvetjum fyrirtæki og hópa einnig til að skrá sig í fyrirtækjakeppnina „Orkumesta fyrirtækið í Hólminum“ í loftbolta/bubblebolta, en einungis geta 8 lið tekið þátt svo fyrstir koma fyrstir fá. Skráning fer fram á danskirdagar@stykkisholmur.is. Við ætlum einnig að vera með flóamarkað í Tónlistarskólanum á föstudeginum þar sem fólk getur selt notaðar vörur frá kl 14 – 18.
Njótum samvista í fallega umhverfinu okkar og göngum hægt um gleðinnar dyr.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Nefndin