De dejlige danske dage

Dagskrá Danskra daga er í að óða önn að taka á sig mynd.
Nefndin vill minna á markaðs-svæðið sem verður á torginu á milli Norska hússins og Amtsbókasafnsins. Verð fyrir leigu á tjaldi/bás verður haldið í algjöru lágmarki og mun kosta 5000 krónur. Tilvalið fyrir félagasamtök í fjáröflun, fyrirtæki eða einstaklinga, kjörið tækifæri að taka til í bílskúrum og geymslum.
Firmakeppni í fótbolta verður haldin laugardaginn 19. ágúst kl. 16:30. Verðlaun verða fyrir sigurliðið sem og liðið í flottustu búningunum, 7 í liði, hámark 10 lið. Skráning á markaðinn og í firmakeppnina fer fram á netfanginu danskirdagar@stykkisholmur.is, eða í síma 865-4516.