DÚKAR – FUGLAR – HNÍFAR

Laugardaginn 21. september kl. 14-16, opnar sjötta sýningin af sjö í sýningarröðinni „Matur er manns gaman“ í  Leir 7 við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi. 

Í þetta sinn sýna Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir og Páll Kristjánsson, textíl, útskurð og hnífa. 

Helga útskrifaðist frá textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki (UIAH) í Finnlandi vorið 1988. Hún vinnur að margvíslegum textíl og bókverkum sem hún hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Á sýningunni sýnir Helga bómullardúka þar sem hún vinnur út frá þemanu fugl eða fiskur.

Laugardaginn 21. september kl. 14-16, opnar sjötta sýningin af sjö í sýningarröðinni „Matur er manns gaman“ í  Leir 7 við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi. 

Í þetta sinn sýna Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Helga Ágústsdóttir og Páll Kristjánsson, textíl, útskurð og hnífa. 

Helga útskrifaðist frá textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki (UIAH) í Finnlandi vorið 1988. Hún vinnur að margvíslegum textíl og bókverkum sem hún hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Á sýningunni sýnir Helga bómullardúka þar sem hún vinnur út frá þemanu fugl eða fiskur.

Ingibjörg hefur undanfarin ár unnið tréverk byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú. Á þessarri samsýningu í Leir 7 mun hún aðallega taka fyrir grágæsina ýmist sem borð eða veggskraut. Gæsirnar sem eru í fullri stærð eru skornar út úr Linditré sem Ingibjörg notar nær alfarið í sín verk.

Páll hefur smíðað hnífa í um 30 ár og haft það að atvinnu sl. 20 ár. Hann notar tré, horn, tennur  og bein í sköftin á hnífunum sínum. Nýlega byrjaði Páll og konan hans Soffía  að hanna eldhúshnífa sem verða  ásamt veiði og útivistarhnífunum  á sýningunni. 

Litbrigði haustsins er viðfangsefni sýningarinnar.  Á opnun verður gestum boðið að smakka á villibráð fjallanna. 

Sýningin stendur til 14. október. Allir velkomnir.  

Fréttatilkynning