Er framtíð í útgerð frá Stykkishólmi?

Saga sjávarútvegs í Stykkishólmi er samtvinnuð sögu bæjarins. Þannig hafa uppgangstímar í bænum gjarnan tengst afkomu greinarinnar. Á áttunda áratug síðustu aldar hófst síðasta slíka uppgangstímabil þegar skelveiðar og vinnsla hófust.

[mynd]Saga sjávarútvegs í Stykkishólmi er samtvinnuð sögu bæjarins. Þannig hafa uppgangstímar í bænum gjarnan tengst afkomu greinarinnar. Á áttunda áratug síðustu aldar hófst síðasta slíka uppgangstímabil þegar skelveiðar og vinnsla hófust. Með hruni hörpudiskstofnsins hefur störfum fækkað og útgerðar- og vinnslumynstur breyst. Í um 90 ár hefur Stykkishólmur hefur verið miðstöð ferjusiglinga um Breiðafjörð og flóabáturinn Baldur verið mikill styrkur fyrir bæjarfélagið með tilliti til atvinnu-, samgöngu-, og [mynd] ferðamála.  L-listinn er andvígur áformum stjórnvalda um að afnema styrkveitingar til    flóabátsins Baldurs.
Staðan í dag
Um þriggja áratugaskeið voru veiðar og vinnsla hörpudisks grunnur útgerðar í bænum og einn af máttarstólpum sam-félagsins. Aðstæður útgerðanna í Stykkishólmi hafa því breyst gríðarlega mikið vegna afkomubrests í rækjuveiðum, skelveiðum og vinnslu. Varlega áætlað má segja að vel launuðum störfum við fiskveiðar hafi fækkað um helming á undanförnum fimm árum. Þessir breyttu útgerðarhættir hafa orðið þess valdandi að tekjur hafnarinnar hafa dregist mikið saman og reksturinn þyngst. Hvað varðar Fiskmarkað Íslands í Stykkishólmi hefur seldur afli á síðustu þremur árum minnkað um 655 tonn eða rúm 20%.

Byggðakvóti
L-listinn vill að byggðakvóta verði úthlutað með það í huga að sem best not verði af honum með hagsmuni byggðalagsins í huga. Markmiðið verði að ná sem mestum margföldunaráhrifum og arðsemi fyrir bæjarbúa.

Það er margt jákvætt í stöðunni
Merkja má aukningu í útgerð smábáta undanfarin ár þó erfitt sé að segja hver þróunin verður í því. Mikill uppgangur er í bolfiskvinnslu og útlitið er gott hvað það varðar.  Útgerð tengd ferðaþjónustu er vaxandi og það er ekki hægt að segja annað en útlitið sé bjart í þeim efnum.
Þrátt fyrir samdrátt í hefðbundinni útgerð í Hólminum telur L-listinn vera mikil sóknarfæri í atvinnustarfsemi tengdri umhverfi Stykkishólms. Landfræðilega er svæðið einstakt og býður upp á marga kosti. Stykkishólmur er aðlaðandi kostur fyrir þá sem stunda hverskyns skemmtisiglingar og vilja upplifa töfra Breiðafjarðar. L-listinn vill að aðstaða fyrir frístundabáta verði bætt með átaki í uppbyggingu hafnarmannvirkja.

Góðar framtíðarhorfur

Innanverður Breiðafjörður er vistvænn og mun það reynast okkur dýrmætt í framtíðinni það er því sjálfsagt að horfa til sjávarnytja t.d. sjávargróðurs sem að stórum hluta er vannýtt auðlind. Hvað sem framtíðin ber í skauti sér mun Breiðafjörður, það sem við sjáum og það sem í honum er, verða áfram stór þáttur í afkomu bæjarins. Hvað varðar fyrirsögn þessa pistils er óhætt að segja að svarið sé já. Það er framtíð í útgerð frá Stykkishólmi.

                                                 Björgvin Ólafsson, fiskverkandi.                        Jón Torfi Arason, verkamaður. 
                                                Skipar 13. sæti L-listans                                       Skipar 8.sæti L-listans