Föstudagur , 16. nóvember 2018

Fasteignir til sölu

DSC07928Skólastígur 24 210,9 fm. timburhús á tveimur hæðum byggt árið 1955.  Neðri hæð skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, hol, stofu sjónvarpshol, eldhús og eitt svefnherbergi. Parket  er á öllum gólfum nema á baðherbergi og í forstofu þar sem eru flísar. Ágætar innréttingar eru á baðherbergi og í eldhúsi.  Efri hæð sem skiptist í hol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Teppi er á herbergjum og gólfborð á holi. Ekki eru gólfefni á baðherbergi. Í kjallara er þvottahús og geymslur.   Húsið þarfnast töluverðs viðhalds. Verð 17.000.000,-.