Fatagámur og stjórnarstörf.

Við viljum þakka okkar sjálfboðliðum hjá B. Sturlusyni ehf, Guðrúnu, Böðvari, Arnari og Davíð fyrir ómetanlega aðstoð við fatagáminn sem staðsettur er fyrir utan vöruafgreiðslu þeirra að Nesvegi 13. Þar tæma þau reglulega gáminn og koma í stóra kassa sem eru svo fluttir til Reykjavíkur í fataflokkun Rauða krossins.

Til að liðka fyrir þeirra vinnu sem sjálfboðaliðum viljum við samt ítreka að allt sem fer í fatagáminn á að vera í lokuðum pokum og vel frágengið og alls ekki skilja eftir í lausu hvort sem er í gáminn eða utan við hann. Það er aldrei of oft kveðið til áminningar um þessa hluti og biðjum við alla að virða og passa upp á frágang.

Það vita það allir orðið að tekið er við öllu efni, textíll, fötum, skóm sem mega fara í poka og þó að vinstri götótti sokkurinn sé orðin einn eftir þá má endilega skella honum með rifnu tuskunum og efnisbútunum. Allt efni nýtist og eru verðmæti annars staðar hafi það lokið hlutverki sínu hjá öðrum.

Nú fer að líða að aðalfundi á næstu misserum sem verður auglýst síðar. Það hefur ekki verið brjálað að gera hjá okkur og erfitt hefur verið að manna stjórn nema rétt að nafninu til. Því vil ég hvetja áhugasama um Rauða krossinn að hafa samband við okkur sem vilja koma í stjórn en okkur vantar nánast í allar stöður á næsta aðalfundi og hver er framtíð deildarinnar hér í Hólminum ef engin vill? Viljum við leggja hana niður? Ég trúi ekki að svarið er já, en fleiri og ferskar hendur setja meiri kraft í starfið og koma svo J

Stjórn Stykkishólmsdeildar

Rauða krossins á Íslandi