Félagsstarf eldri borgara

Með blaði vikunnar er dreift upplýsingum um félagsstarf eldri borgara í Stykkishólmi. Taflan gefur innsýn inn í upphaf starfsins en vonandi bætist eitthvað við. Langar mig að nota tækifærið og fara yfir nokkra hluti sem ekki koma skýrt fram í töflunni.

  • Kaffispjall hófst í vikunni og verður á mánudögum kl 10:00 og stefnt að því að vera með fróðleik öðru hvoru.
  • Lestur hefst mánudaginn 24. september kl 14:00 og ætlar Birna P. að lesa.
  • Mikil spenna er fyrir Karlakaffi og fer það í gang 2. október og verður á þriðjudögum kl 10:00 í Setrinu
  • Gunnar Gunnarsson myndlistamaður og kennari ætlar að leiðbeina myndlistafólki í grunnskólanum á þriðjudögum kl 13:30 sem hefst 25. september.
  • Sundleikfimin verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:00 í umsjón starfsfólks bakdeildar og hefst 2. október.
  • Silfurlið í bocchia verður með æfingar í íþróttamiðstöðinni á þriðjudögum kl 11:00 og allir hjartanlega velkomnir.
  • Handavinna verður á miðvikudögum kl 13:00 og ætlunin að vera með námskeið inn á milli í vetur sem verða auglýst síðar. Saumaklúbburinn mun þó hittast oftar og hægt fá nánari upplýsingar um það með því að mæta n.k. miðvikudag.
  • Arnar Hreiðarsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og Greta María Árnadóttir gullsmiður ætla að hjálpast að og halda utan um hópinn sem hefur áhuga á smíðum og skartgripagerð. Þau munu skiptast á að vera á staðnum og verða með aðstöðu í smíðastofu grunnskólans. Arnar verður 27/9, 11/10, 25/10, 1/11, 22/4, 28/11. Greta verður 4/10, 18/10, 8/11, 15/11. Framhaldið verðu svo auglýst síðar.
  • Á föstudögum kl 19:30 verður í boði flottími í innilauginni, en þá er hitinn á vatninu aukinn og hægt að mæta með þar til gerðan flotbúnað eða leigja flotbúnað á staðnum. Hér er um að ræða slökun í vatni og talin allra meina bót.
  • Alla virka daga fer fram félagsstarf á Dvalarheimilinu undir stjórn Lindu Ránar, eldriborgarar og aðrir áhugasamir hvattir til að aðstoða með lestri o.f.l.

Kveðja, Magnús Ingi Bæringsson