Miðvikudagur , 19. desember 2018

Ferðafélag Snæfellsness er líka fyrir unga fólkið

Við sem komum að starfssemi Ferðafélags Snæfellsness höfum verið að huga að þeim möguleika, hvernig hægt sé að auka enn meiri kraftinn hjá félaginu, en eins og algilt er, þá samanstanda flest félög á Íslandi af miðaldra og eldra fólki. Þessu viljum við breyta í ferðafélaginu og hvetjum nú unga fólkið á Sæfellsnesi til að ganga einnig í Ferðafélag Snæfellsness.

Við sem komum að starfssemi Ferðafélags Snæfellsness höfum verið að huga að þeim möguleika, hvernig hægt sé að auka enn meiri kraftinn hjá félaginu, en eins og algilt er, þá samanstanda flest félög á Íslandi af miðaldra og eldra fólki. Þessu viljum við breyta í ferðafélaginu og hvetjum nú unga fólkið á Sæfellsnesi til að ganga einnig í Ferðafélag Snæfellsness.

Nú er líklega mikið góðviðris sumar framundan og Ferðafélag Snæfellsness býður upp á nokkrar áhugaverðar gönguferðir, tilvalið fyrir hresst ungt fólk og einnig fólk á öllum aldri. Og alltaf má bæta við ferðum sem henta hverju sinni. Félagið er að vinna við áætlanir að stika og merkja gönguleiðir á nesinu, einnig á háfjallgarðinum og hver veit nema að í framtíðinni sé hægt að byggja þar uppi, á góðum stað, fallegan gönguskála.Það er alltaf ánægjulegt að sjá fjölskyldufólk koma í gönguferðir á vegum félagsins, börn með unglingana og yngri meðlimi sem þyrstir í að njóta útiverunnar og að fá að hreyfa sig í okkar fallegu náttúru.

Það er alltaf markmiðið að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins.

Ferðafélag Snæfellsness var stofnað árið 2009 og er deild innan Ferðafélags Íslands og félagar njóta umtalsverðra fríðinda. Má þar nefna Árbók félagsins sem er innifalin í ársgjaldi. Afslátt í ferðir félagsins, afslátt á gistingu í skálum félagsins sem og í skálum ferðafélaga á Norðurlöndum og afslátt í fjölda verslana.

Að lokum hvetjum við ungt fólk að koma á aðalfundinn sem verður haldinn þann 3. Apríl í Stykkishólmi, en þar verður farið yfir starfssemi félagsins, áætlanir gerðar og kosið í nýja stjórn. Áhugafólk um útivist og ferðamál á Snæfellsnesi er hvatt til að mæta.

Verið velkomin.

Ferðafélag Snæfellsness.