Fólk velur fólk

Aðferðafræði Félagshyggjuframboðsins við val á framboðslista.

Kjörnefnd Félagshyggjuframboðsins hefur komið sér saman um þá leið sem farin verður í uppröðun á framboðslistann fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí næstkomandi.

Ákveðið var að bæjarbúum verði gefinn kostur á að tilnefna fólk sem þeir treysti og vilja sjá á lista Félagshyggjuframboðsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Tekið verður við tilnefningum í Verkalýðshúsinu laugardaginn 11. mars frá kl. 10 – 14 og mánudaginn 13. mars frá kl. 9 – 16. Fulltrúar framboðsins munu í kjölfarið hafa samband við þá sem tilnefndir verða og kanna hvort þeir gefi kost á sér til forvals.

            Í forvalinu geta bæjarbúar krossað við allt að fimm nöfn. Útkoman verður bindandi fyrir tvö efstu sætin en uppstillingarnefnd mun sjá um endanlega röðun. Forvalið verður í Verkalýðshúsinu  fimmtudaginn 23. mars frá kl 17 – 20 og laugardaginn 25. mars. Samhliða forvalinu verður bæjarbúum gefinn kostur á að ákveða hvort framboðið eigi að tefla fram bæjarstjóraefni og verði niðurstaðan jákvæð verður listanum falið að velja kandídat.

 

Við hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í mótun lista Félagshyggjuframboðsins. Tökum þátt og tilnefnum fólk sem við treystum til forystustarfa í bæjarmálunum.

                        Stykkishólmur – opið samfélag

 F.h. Kjörnefndar

Jón Torfi Arason