Fótboltinn á Snæfellsnesi – Skin og skúrir

Víkingur Ólafsvík og Skagamenn áttust við í sannkölluðum Vesturlandsslag s.l. sunnudag í Pepsídeild karla. Lauk leiknum með 1:0 sigri Víkings. Þessi úrslit þýða að Víkingar eru nú komnir úr fallsæti, eru í því 10. sæti með fjögur stig, en ÍA færist í 11. sætið og er áfram með sín þrjú stig. Í botnsætinu eru Fylkismenn með tvö stig. Vel var mætt á leikinn, heimamenn fylltu stærstan hluta áhorfendastúkunnar en mikið var einnig af Skagamönnum sem höfðu gert sér ferð vestur. Leikurinn var frekar bragðdaufur framan af og áttu hvort liðið sitt hvort færið í fyrri hálfleiknum. Skagamenn skalla á mark sem bjargað var á línu og hinu megin áttu Víkingsmenn sömuleiðis skalla þar sem boltinn skoppaði í þverslána.

Víkingur Ólafsvík og Skagamenn áttust við í sannkölluðum Vesturlandsslag s.l. sunnudag í Pepsídeild karla. Lauk leiknum með 1:0 sigri Víkings. Þessi úrslit þýða að Víkingar eru nú komnir úr fallsæti, eru í því 10. sæti með fjögur stig, en ÍA færist í 11. sætið og er áfram með sín þrjú stig. Í botnsætinu eru Fylkismenn með tvö stig. Vel var mætt á leikinn, heimamenn fylltu stærstan hluta áhorfendastúkunnar en mikið var einnig af Skagamönnum sem höfðu gert sér ferð vestur. Leikurinn var frekar bragðdaufur framan af og áttu hvort liðið sitt hvort færið í fyrri hálfleiknum. Skagamenn skalla á mark sem bjargað var á línu og hinu megin áttu Víkingsmenn sömuleiðis skalla þar sem boltinn skoppaði í þverslána.
Víkingsmenn byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti en Skagamenn og uppskáru vítaspyrnu á 78. mínútu. Páll Gísli markvörður Skagamanna varði spyrnuna frá Guðmundi Magnússyni en hann fylgdi vel eftir og skoraði. Eftir markið datt leikurinn enn meira niður en Skagamenn færðu sig aðeins fram á völlinn. Þeir uppskáru þó einungis eitt færi og það kom í blálokin. Garðar Bergmann Gunnlaugsson átti hörkuskot sem endaði efst í stönginni. Þar með var fyrsti sigur Víkings Ólafsvík í efstu deild staðfestur og braust út mikill fögnuður á Ólafsvíkurvelli. Í 3ju deild sigraði Grundarfjörður Augnablik örugglega í síðustu viku. Grundarfjörður er í áttunda sæti með 6 stig. Snæfell-Geislinn lék á Stykkishólmsvelli s.l. þriðjudag gegn Skallagrími og unnu gestirnir 4-1. Næsti leikur Snæfells-Geislans er n.k. laugardag hér í Stykkishólmi gegn Berserkjum í 8. umferð 4.deildar. am