Frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga – Vinnustofur í Ásbyrgi og Mettubúð

lestraratakNú er rúmt ár síðan vinnustofan í Ásbyrgi í Stykkishólmi tók til starfa. Þessi starfsemi er dagþjónusta fyrir fullorðið fólk með skerta starfsgetu. Starfsemin er rekin af Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Markmiðið með þessari starfsemi er að aðstoða fólk með skerta starfsgetu við að komast í vinnu á almennan vinnumarkað með eða án stuðnings, hluta úr degi eða hluta úr viku. Síðan gefst þeim kostur á að fylla daginn í Ásbyrgi. Þar erum við með vinnutengd verkefni . Við höfum endurnýtingu í hávegum, t.d. endurvinnum við kerti, bómullarfatnað, sængurföt, Stykkishólmspóstinn og margt fleira. Þessi endurnýtingarstarfsemi fellur vel að þeirri hugmyndafræði sem hér á Snæfellsnesi ríkir. Við höfum líka verið svo heppin að fá ýmis verkefni bæði út í fyrirtækjum og eins upp í Ásbyrgi. Óhætt er að segja að okkar starfi hefur verið hreint ótrúlega vel tekið. Til okkar streymir fólk með ýmislegt sem lokið hefur sínu hlutverki hjá þeim en er okkur mikils virði. Mætti þar nefna sængurföt, bómullarfatnað, kertaafganga, garnafganga, tóm sprittkerti, vínilplötur og margt fleira.
Við erum hreint á fullu í að útbúa ýmsan varning úr þessum hlutum sem við seljum svo á vægu verði.
Við viljum líka leggja góðum málefnum lið og tökum því að okkur að safna gleraugum og koma í safnanir þar sem hjálpar er þörf.
Eins söfnum við umslögum með frímerkjum á og komum til Kristniboðssambands Íslands sem nýtir þau til góðra mála.
Við gerum örorkuvinnusamninga sem virka þannig að gerður er samningur milli fyrirtækis, starfsmanns með skerta starfsgetu og Tryggingastofnunar ríkisins. Fyritækið greiðir starfsmanninum laun en fær 75% af launumum endurgreitt. Endurgreiðslan er 75% fyrstu tvö árin en minnkar síðan.
Viðtökurnar við okkar starfsemi hafa verið vægast sagt ótrúlega jákvæðar. Kærar þakkir til allra sem lagt hafa okkur lið á einn eða annan hátt.
Nú er komið að því að opna sambærilega vinnustofu í Ólafsvík. Hún hefur fengið aðsetur í Mettubúð.
Við erum í vinnu frá kl 8 – 16 en erum ekki alltaf í Ásbyrgi eða Mettubúð því við erum víða að leita fanga. En endilega ef þið eigið eitthvað af því sem við gætum nýtt okkur og hefur lokið sínu hlutverki hjá ykkur þá þiggjum við allt slíkt með þökkum. Mætti þar nefna garnafganga, liti, bómullarfatnað, umslög með frímerkjum á, gleraugu, vínilplötur, eggjabakka, kertaafganga,eldhúsdót eða eitthvað til þess að gera huggulegt hjá okkur, t.d. blóm, myndir, hillur og fl.
Svo, ef þið lumið á vinnu fyrir okkur, bæði út í fyrirtækjum þá gerum við örorkuvinnusamninga eða verkefni sem við getum unnið í Mettubúð eða Ásbyrgi þá endilega hafið samband. Okkur er svo sannalega margt til lista lagt.
Að lokum skal það tekið fram að allir eru velkomnir í heimsókn til okkar að skoða aðstöðuna. Við erum rétta byrja en þetta verður flott.
Með kveðju og von um gleði og góðan vetur!
Hanna Jónsdóttir Þroskaþjálfi hjá FSS.
hanna@fssf.is, s. 8918297