Frá ungu fólki fyrir ungt fólk á Snæfellsnesi

Snæfríður ungt fólk á Snæfellsnesi er nýstofnaður hópur undir merkjum Svæðisgarðs Snæfellinga. Til að byrja með var vinnuheiti hópsins Ungmennaráð Svæðisgarðsins en hópurinn hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Snæfríður, ungt fólk á Snæfellsnesi. Markhópurinn er fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur áhuga á Snæfellsnesi. Markmið hópsins eru meðal annars að efla tengslanet ungs fólks á svæðinu, kynna atvinnulífið og möguleikana sem eru í boði, einnig að skipuleggja og styðja við menningarviðburði á svæðinu. Til þess að ná settum markmiðum Snæfríðar ætlum við meðal annars að bjóða upp á menningarviðburði og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að miðla fréttum og viðburðum. Einnig langar okkur til að styðja við hugmyndir, bæði verkefni sem komin eru af stað og nýjar hugmyndir sem þarf að hrinda í framkvæmd.

Snæfríður ungt fólk á Snæfellsnesi er nýstofnaður hópur undir merkjum Svæðisgarðs Snæfellinga. Til að byrja með var vinnuheiti hópsins Ungmennaráð Svæðisgarðsins en hópurinn hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Snæfríður, ungt fólk á Snæfellsnesi. Markhópurinn er fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur áhuga á Snæfellsnesi. Markmið hópsins eru meðal annars að efla tengslanet ungs fólks á svæðinu, kynna atvinnulífið og möguleikana sem eru í boði, einnig að skipuleggja og styðja við menningarviðburði á svæðinu. Til þess að ná settum markmiðum Snæfríðar ætlum við meðal annars að bjóða upp á menningarviðburði og skapa vettvang fyrir ungt fólk til að miðla fréttum og viðburðum. Einnig langar okkur til að styðja við hugmyndir, bæði verkefni sem komin eru af stað og nýjar hugmyndir sem þarf að hrinda í framkvæmd. 

Meðal þess sem er á döfinni nú í sumar er að halda svokallaðar vinnustaðaheimsóknir, þar sem ungu fólki yrði kynnt starfsemi fyrirtækja og fengi þannig tækifæri til að kynnast atvinnulífinu á svæðinu og um leið sjá alla þá möguleika sem í boði eru.

Með birtingu á grein þessari er von okkar að áhugasamir Snæfellingar grípi okkur á orðinu og hafi samband við Snæfríði um mögulega vinnustaðaheimsókn á sinn vinnustað. Vinsamlegast hafið samband við ungsnaefridur@gmail.com viljið þið íhuga að bjóða hópnum á ykkar vinnustað og fá nánari upplýsingar frá okkur. Fyrirtækjum er nokkurn veginn settar frjálsar hendur hvernig þau vilji haga heimsókninni, en meðlimir Snæfríðar myndu verða gestgjöfum til halds og trausts. Við viljum einnig vekja athygli á því að öllum er frjálst að senda línu á fyrrnefnt netfang um hverskyns hugmyndir og annað skemmtilegt. 

Að lokum viljum við hvetja ungt fólk á Snæfellsnesi til að fylgjast með þessu skemmtilega starfi sem framundan er og skrá sig á póstlista með því að senda stutta línu á netfangið okkar ungsnaefridur@gmail.com.

Með fyrirfram þökk og von um góðar undirtektir

F.h. Snæfríðar 

Silja Rán