Framkvæmdir við sjúkrahúsið

Ég vil í upphafi lýsa yfir ánægju minni með hvernig undirbúningur þessa stóra verkefnis hefur gengið.  Ljóst var að ferðin yrði á fótinn í þeim blankheitum sem ríkissjóður hefur staðið frammi fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008.  Unnið er að fullnaðarhönnun framkvæmdarinnar.  Að henni lokinni er hægt að ganga frá samningum varðandi verkið.  Kostnaðarskipting er stöðluð í verkefnum af þessu tagi.  Einnig mun koma í ljós á næstu misserum hvernig þeim áætlunum reiðir fram að sveitarfélögin taki við rekstri öldrunarþjónustunnar að öllu leyti.  Þegar flutningi er lokið er ljóst að við verðum með mun sterkari einingu bæði faglega og rekstrarlega.  Mest um vert er að aðstaða gamla fólksins okkar verður ásættanleg og í raun má segja að starfsfólk Dvalarheimilisins hafi unnið frábæra vinnu við erfiðar aðstæður í áraraðir. 

Ég vil í upphafi lýsa yfir ánægju minni með hvernig undirbúningur þessa stóra verkefnis hefur gengið.  Ljóst var að ferðin yrði á fótinn í þeim blankheitum sem ríkissjóður hefur staðið frammi fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008.  Unnið er að fullnaðarhönnun framkvæmdarinnar.  Að henni lokinni er hægt að ganga frá samningum varðandi verkið.  Kostnaðarskipting er stöðluð í verkefnum af þessu tagi.  Einnig mun koma í ljós á næstu misserum hvernig þeim áætlunum reiðir fram að sveitarfélögin taki við rekstri öldrunarþjónustunnar að öllu leyti.  Þegar flutningi er lokið er ljóst að við verðum með mun sterkari einingu bæði faglega og rekstrarlega.  Mest um vert er að aðstaða gamla fólksins okkar verður ásættanleg og í raun má segja að starfsfólk Dvalarheimilisins hafi unnið frábæra vinnu við erfiðar aðstæður í áraraðir. Margir möguleikar eru í stöðunni hvað varðar nýtingu húsnæðis Dvalarheimilisins og verður það allt skoðað vel.  Ég vil í lokin þakka öllum þeim sem af jákvæðni og bjartsýni hafa komið að verkefninu og stuðlað að því að það er komið á þann stað sem raun ber vitni. 

Kæru bæjarbúar, ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars.

Lárus Ástmar Hannesson, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms.