Framtíðaruppbygging heilbrigðisþjónustu í Stykkishólmi

Í rúm 80 ár hefur öflug heilbrigðisþjónusta verið rekin í Stykkishólmi fyrir Hólmara og aðra sem hennar hafa þurft leita. Lengst af var starfsemin í höndum St. Fransikskussystra en hin síðari ár á vegum ríkisins. Starfsemin hefur tekið miklum breytingum eins og heilbrigðisþjónusta um land allt og raunar heiminn. Sérhæfing og breytingar í meðferð hafa kallað á þéttingu þjónustukjarna og með lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007 var sú breyting lögfest. Hlutverk heilbrigðisstofnana og sérgreinasjúkrahúsa (LSH og FSA) er þar skýrt og einnig  hlutverk HVE í Stykkishólmi. Stofnuninni er ætlað að reka heilsugæslu, öldrunarþjónustu og almenna sjúkrahúsþjónust ásamt stoðstarfsemi. Sérkenni þjónustunnar í Stykkishólmi er þó öflug bak- og hálsdeild sem fagnaði nýlega 20 ára afmæli sínu.

[mynd]Í rúm 80 ár hefur öflug heilbrigðisþjónusta verið rekin í Stykkishólmi fyrir Hólmara og aðra sem hennar hafa þurft leita. Lengst af var starfsemin í höndum St. Fransikskussystra en hin síðari ár á vegum ríkisins. Starfsemin hefur tekið miklum breytingum eins og heilbrigðisþjónusta um land allt og raunar heiminn. Sérhæfing og breytingar í meðferð hafa kallað á þéttingu þjónustukjarna og með lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007 var sú breyting lögfest. Hlutverk heilbrigðisstofnana og sérgreinasjúkrahúsa (LSH og FSA) er þar skýrt og einnig  hlutverk HVE í Stykkishólmi. Stofnuninni er ætlað að reka heilsugæslu, öldrunarþjónustu og almenna sjúkrahúsþjónust ásamt stoðstarfsemi. Sérkenni þjónustunnar í Stykkishólmi er þó öflug bak- og hálsdeild sem fagnaði nýlega 20 ára afmæli sínu. 

Öldrunarþjónusta hefur einnig verið veitt af bæjarfélaginu um áraraðir á Dvalarheimili aldraðra við heldur snautlegan húsakost. Um langa hríð hefur verið ljóst að bæta þurfi úr aðstæðum og aðbúnaði aldraðra í Stykkishólmi.

Í kjölfar efnahagshrunsins varð aðlögun ríkisbúskaparins nauðsynleg og hefur aðhaldskrafa verið umtalsverð á heilbrigðisstofnunum. Starfsemin í Stykkishólmi hefur fundið fyrir því, samhliða því sem breytingar hafa orðið á veitingu heilbrigðisþjónustu almennt eins og áður var lýst. Við þessar aðstæður setti ég á stofn hóp vorið 2011 sem ætlað var að leggja fram tillögur um framtíð starfseminnar í Stykkishólmi. 

Niðurstöður þeirrar vinnu lá fyrir um mitt ár 2011 og hefur síðan verið unnið að framgangi þeirra. Ein meginniðurstaða hópsins var að æskilegt væri að efla þjónustu við aldraða í Stykkishólmi og aðkallandi væri að sameina þá þjónustu undir eitt þak í bænum. Kröfur um aðbúnað á hjúkrunarheimilum gera það að verkum að til að svo megi verða þarf að gera miklar breytingar á húsakosti sjúkrahússins . Nú liggja fyrir aðalteikningar og kostnaðaráætlun að umfangsmiklum framkvæmdum. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur veitt verkefninu jákvæða umsögn og  gert er ráð fyrir verkefninu í fjárlagatillögum velferðarráðuneytisins fyrir árið 2014. Ljóst er að þessi framkvæmd verður ein sú mesta sem ráðist hefur verið í á svæðinu í áratugi og það er við hæfi að hún snúi að uppbyggingu heilbrigðisþjónustu .

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú í sumar og liggur starfsemi bak- og sjúkradeildar niðri á meðan.  Samtals er gert ráð fyrir 500 mkr. framlagi til framkvæmdanna í ár og á því næsta, en samtals er heildarkostnaður framkvæmdanna áætlaður ríflega 1,1 milljarður króna.  Ég vil nota þetta tækifæri og þakka bæjarstjórn sem og starfsfólki HVE og Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi gott samstarf um þetta mikilvæga verkefni.

                                                                                                                                      Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra