Miðvikudagur , 19. desember 2018

Framtíðin getur verið björt um land allt.

Samráð eða hagsmunastríð?

Finnst þér gömlu stjórnmálaflokkarnir vera á réttri leið með íslenskt samfélag? Finnst þér umræða um landsins gagn og nauðsynjar einkennast allt of mikið af flokkspólitísku þvargi og of lítið af tilraunum til að ná sátt um góðar lausnir? Finnst þér að gömlu flokkunum gangi illa að ræða uppbyggilega um framtíðina því þeir eru svo uppteknir af því að firra sig ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í fortíðinni? Hefurðu fengið meira en nóg af hugdettum, reddingum, hagfræðilegum tilraunum og skyndilausnum?  Treystir þú illa loforðum um skjótar og einfaldar lausnir og óttast að þau reynist lítils virði eftir kosningar?

Samráð eða hagsmunastríð?

Finnst þér gömlu stjórnmálaflokkarnir vera á réttri leið með íslenskt samfélag? Finnst þér umræða um landsins gagn og nauðsynjar einkennast allt of mikið af flokkspólitísku þvargi og of lítið af tilraunum til að ná sátt um góðar lausnir? Finnst þér að gömlu flokkunum gangi illa að ræða uppbyggilega um framtíðina því þeir eru svo uppteknir af því að firra sig ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í fortíðinni? Hefurðu fengið meira en nóg af hugdettum, reddingum, hagfræðilegum tilraunum og skyndilausnum?  Treystir þú illa loforðum um skjótar og einfaldar lausnir og óttast að þau reynist lítils virði eftir kosningar?

Ég hvet þig til að hugleiða þessar spurningar. Ég hvet þig líka til að velta því fyrir þér hvort ekki sé orðið mjög nauðsynlegt og tímabært að breyta verklagi, samræðum og ákvörðunum í íslenskri pólitík. Ef þú ert sammála mér um það ættirðu að kynna þér vel hvað við í Bjartri framtíð höfum fram að færa. Björt framtíð snýst nefnilega um að leita lausna og bestu leiða að framtíð í þessu landi sem byggist á stöðugleika, minni sóun, ábyrgri nýtingu auðlinda, einfaldari stjórnsýslu, jöfnum tækifærum og síðast en ekki síst samráði og virðingu fyrir mismunandi skoðunum og hagsmunum. Við erum líka sannfærð um að stjórnmál sem helst hafa það að markmiði að vinna sigra í sífelldri keppni um að hafa rétt fyrir sér eru gagnslaus fyrir okkur og oft beinlínis skaðleg. Og við vitum að okkur líður öllum miklu betur og okkur vegnar líka miklu betur ef við leggjum mesta áherslu á það sem sameinar okkur en ekki það sem sundrar. 

Grunnþjónusta, byggðastefna og fjölbreytni.

Við erum viss um að til að hafa hér á landi vitlega og sanngjarna byggðastefnu til langs tíma þurfum við að byrja á því að skýra vel hvað við eigum við með grunnþjónustu. Svo  verðum við að ná sátt um hvernig við tryggjum okkur öllum þá þjónustu á jafnræðisgrundvelli; sömu þjónustu fyrir sama gjald. Þar þurfum við að ræða um orku, fjarskipti og gagnaflutninga, samgöngur, grunnmenntun, heilsugæslu, félagsþjónustu, löggæslu og sjálfsagt eitthvað fleira. Og okkur finnst það vera mjög mikið réttlætismál að fólk sem býr þar sem auðlindirnar, eins og fiskistofnarnir hafa mest verið veiddir og verkaðir á liðnum áratugum og öldum og hefur tileinkað sér þá verkkunnáttu fái hér notið auðlindagjaldsins. Það gjald verði nýtt til að tryggja því sömu grunnþjónustu og þeir fá sem annars staðar búa og tækifæri til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu í byggðarlögum sínum. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi er bráðnauðsynleg á Íslandi almennt og alveg sérstaklega í sveitum, þorpum og bæjum þar sem eggin eru allt of oft næstum öll í sömu körfunni og stundum  allt of fá í henni líka. Auðlindagjald, þannig nýtt, er ekki neinn „landsbyggðarskattur“, heldur afl til að styrkja byggðirnar og bæta lífskjör fólksins þar. Einhæft atvinnulíf gerir fólk berskjaldað fyrir sveiflum og áföllum og leiðir til samþjöppunar valds. Það er vont, óréttlátt og óheilbrigt.

Ef þú ert sammála mörgu því sem hér er sagt hvet ég þig eindregið til að kynna þér starf og stefnu Bjartrar framtíðar (bjortframtid.is) og leggja okkur lið við að breyta íslenskum stjórnmálum og samfélagi til hins betra. Það getur þú gert með því að setja X við A á kjörseðlinum. 

Árni Múli Jónasson.

Höfundur er í 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi.