Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Frétt mbl.is: Barðist út úr bátn­um

Á fréttavefnum mbl.is er viðtal við Þórð Almar Björnsson trillukarl frá Hellissandi, en trillbátur hans sökk skammt utan Hellissands þriðjudaginn 19. maí sl.

„Þórður Alm­ar Björns­son, komst í hann krapp­an þegar trillu­bát­ur hans, Herkúles SH 147, sökk skammt utan Hell­is­sands í Breiðafirði þann 19. maí. Björg­un­ar­bát­ur sem var um borð opnaðist ekki og var Þórður í sjón­um án flot­galla í um fimmtán mín­út­ur áður en hon­um var bjargað um borð í Ólaf Bjarna­son SH 137. „Ég var bú­inn að vera á veiðum í brælu en svo kom blíða í einn og hálf­an til tvo tíma. Ég náði að klára veiðiskammt­inn en svo kom bölvuð bræla þegar ég var á leið til baka,“ seg­ir Þórður.

Komst ekki í flot­gall­ann
Hann seg­ir að mik­ill sjór hafi gengið yfir bát­inn og því fór hann hægt, á um 4-5 sjó­mílna hraða, í átt til hafn­ar. Hann setti dæl­ur í gang til þess að losa sjó úr bátn­um. „Svo rýk­ur hita­mæl­ir­inn upp á vél­inni hjá mér og það er engu lík­ara en það sé að sjóða á vél­inni. Því drep ég á henni og fer niður í vél en sé um leið að það er ekk­ert að sjóða þar. Lík­lega var mæl­ir­inn bilaður,“ seg­ir Þórður. Um þetta leyti var vél­ar­rýmið orðið hálf­fullt af sjó og því tók Þórður að dæla vatni með hand­virkri dælu. „Svo var kom­inn það mik­ill sjór í bát­inn að handpress­an gat ekki dregið loft og þá þurfti ég að hætta að dæla. Ég fór þá í stýris­hús, fann flot­galla og reyndi að koma mér í hann. En það eru svo þröng­ir vett­ling­ar á gall­an­um að ég komst ekki í hann. Þá fékk ég fregn­ir af því að Ólaf­ur Bjarna­son ætlaði að sigla til mín. Ég fór úr gall­an­um til að halda áfram að ausa úr bátn­um en sá fljót­lega að bát­ur­inn var far­inn að hall­ast.“
„Kippti og kippti í fangalín­una“
„Þá vissi ég að ég væri að fara að missa bát­inn niður og hljóp inn í stýris­hús til að troða mér í gall­ann. En um leið sner­ist bát­ur­inn upp á rönd og stefnið var það eina sem stóð upp úr. Ég var því kom­inn á kaf inni í stýris­húsi og því var ekk­ert að gera annað en að berj­ast út.“
Í fram­hald­inu náði hann að losa björg­un­ar­bát­inn. „Ég kippti og kippti í fangalín­una en ekk­ert gerðist. Bát­ur­inn opnaðist ekki,“ seg­ir Þórður.

Hafið var erfitt viður­eign­ar og Þórður saup mik­inn sjó. Hann reyndi að spyrna fót­um í kass­ann til að toga og losa björg­un­ar­bát­inn en allt kom fyr­ir ekki. „Því notaði ég kass­ann og reyndi að hanga á hon­um til þess að geta verið á floti,“ seg­ir Þórður. „Ég reyndi að kom­ast upp á kass­ann en ég er þyngri en kass­inn og hann snér­ist bara þegar ég reyndi,“ seg­ir Þórður. Hann seg­ist hafa bar­ist um í sjón­um í um fimmtán mín­út­ur áður en björg barst. „Ég var al­veg bú­inn á því. Auðvitað var maður orðinn skelkaður, sér­stak­lega þar sem maður vissi að það var nokkuð langt í næsta bát. Ég reyndi að vera ró­leg­ur og hugsa um að halda mér á floti, maður ætti nátt­úr­lega tvö börn heima og fleira í þeim dúr,“ seg­ir hann. Þegar þeir tóku mig upp í Ólaf Bjarna­son, þá var ég orðinn svo mátt­laus að ég gat ekki staðið í fæt­urna og hrundi á dekkið,“ seg­ir Þórður.

Hann seg­ist vera afar þakk­lát­ur „strák­un­um“ á Ólafi Bjarna­syni. „Þeir pökkuðu mér inn í teppi og héldu mér vak­andi,“ seg­ir Þórður. Þegar í land var komið var hann skoðaður af lækni áður en hann fór heim til að hvíla sig. „Ég fékk mér að borða, fór í bað og svaf meira og minna í tvo daga,“ seg­ir Þórður. Spurður seg­ist Þórður ekki smeyk­ur við sjó­inn eft­ir þessa lífs­reynslu. „Helst lang­ar mig að kom­ast á sjó­inn sem fyrst,“ seg­ir Þórður.

Bát­ur­inn var ný­skoðaður
Bát­ur Þórðar, Herkúles SH-147, var um árs gam­all að sögn hans. Var hann skoðaður viku til tíu dög­um fyr­ir slysið. Skip­verj­ar á Ólafi Bjarna­syni náðu kass­an­um, sem er utan um björg­un­ar­bát­inn, um borð. Var Þórði tjáð að ekki hefði átt að vera ger­legt að toga fangalín­una svo langt út án þess að bát­ur­inn opnaðist. „Maður veit ekki hvort gerð hafi verið mis­tök þegar bátn­um var pakkað inn í skoðun­inni, en það lít­ur þannig út,“ seg­ir Þórður.„

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/27/bardist_ut_ur_batnum/