Miðvikudagur , 19. desember 2018

Fréttir frá Rauða kross deild Stykkishólms

Föt sem framlag

Nú á dögunum lauk árlegu verkefni Rauða krossins, Föt sem framlag. Voru það kennarar og nemendur í 10.bekk Grunnskólans í Stykkishólmi sem prjónuðu peysur sem settar voru í fatapakka sem sendir verða til Hvíta-Rússlands fyrir ungabörn á aldrinum 0-12 mánaða. Einnig voru í pakkanum föt sem sjálfboðaliðar og meðlimir Rauða krossins hafa gefið starfinu og því nokkuð ljóst að mörg ung börn eiga eftir að njóta góðs af í kuldanum í Hvíta Rússlandi. Munu sjálfboðaliðar Rauða krossins í viðtökulandinu svo dreifa barnapökkunum í samráði við heilsugæslustöðvar og mæðraeftirlit.

Föt sem framlag

Nú á dögunum lauk árlegu verkefni Rauða krossins, Föt sem framlag. Voru það kennarar og nemendur í 10.bekk Grunnskólans í Stykkishólmi sem prjónuðu peysur sem settar voru í fatapakka sem sendir verða til Hvíta-Rússlands fyrir ungabörn á aldrinum 0-12 mánaða. Einnig voru í pakkanum föt sem sjálfboðaliðar og meðlimir Rauða krossins hafa gefið starfinu og því nokkuð ljóst að mörg ung börn eiga eftir að njóta góðs af í kuldanum í Hvíta Rússlandi. Munu sjálfboðaliðar Rauða krossins í viðtökulandinu svo dreifa barnapökkunum í samráði við heilsugæslustöðvar og mæðraeftirlit.

Námskeiðið börn og umhverfi

Einnig lauk námskeiðinu Börn og umhverfi  sem haldið var fyrir krakka á aldrinum 12-15 ára. Ánægjulegt var að sjá hversu góð þátttaka var og lærðu krakkarnir margt sem nýtist þeim í samskiptum við börn. Leiðbeinendur námskeiðsins fóru í þætti er lúta að umgengni, árangursríkum samskiptum og framkomu við börn ásamt því að ítarlega var farið var í fræðslu um slysavarnir og skyndihjálp. Fóru krakkarnir svo heim með skyndihjálpartösku og viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í námskeiðinu.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, formaður Rauða krossins í Stykkishólmi