Miðvikudagur , 19. desember 2018

Fréttir frá Stykkishólmskirkju

Eins og bæjarbúar vita var mikið átak að koma orgelinu í höfn, er nú er komið rúmt ár frá vígslu þess og mikil ánægja hjá okkur sem vinnum í kirkjunni með það. Við erum einnig svo heppin að hafa mjög flinkan organista sem er ekki sjálfsagður hlutur.

Eins og bæjarbúar vita var mikið átak að koma orgelinu í höfn, er nú er komið rúmt ár frá vígslu þess og mikil ánægja hjá okkur sem vinnum í kirkjunni með það. Við erum einnig svo heppin að hafa mjög flinkan organista sem er ekki sjálfsagður hlutur. Auk þess hafa komið hér organistar frá öðrum kirkjum og spilað fyrir okkur og allir verið mjög ánægðir með gripinn. En það eru mörg og mikilvæg verkefni sem bíða okkar og megum við ekki láta staðar numið. Búið er að kaupa efni í gluggatjöld fyrir safnaðarheimilið og verður hafist handa við saumaskap innan skamms, hafa konur í kvenfélaginu Hringnum boðið fram sína krafta við það verk. Þá er í undirbúningi að kaupa nýtt hljóðkerfi fyrir kirkjuna. Við höfum verið án hljóðkerfis í um ár. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt og ef einhverjir vilja styrkja það er það vel þegið, nú þegar hafa borist góðar gjafir í það, en allnokkuð vantar á að til dugi. Við eigum fyrir höndum lagfæringar á þaklekavandamálum kirkjunnar, auk þess sem klukkurnar hafa verið okkur erfiðar í viðhaldi. Það er gaman að segja frá því að okkur hafa borist höfðinglegar gjafir sem flestar eru í minningu látina ástvina, sumar eyrnamerktar ákveðnum verkefnum. Þá er talsvert um að heitið sé á kirkjuna og hafa safnast þar nokkrar upphæðir, margt smátt gerir eitt stórt. Allar þessar gjafir vijum við þakka fyrir af heilum hug. Kirkjusókn hefur verið góð í vetur og mikið starf hjá kórnum nú sem endranær. Það er 30 manna hópur sem hittist einu sinni í viku til æfinga, kórinn syngur einnig í öllum athöfnum. Ef einhver vill leggja starfi kirkjunar lið endilega verið í sambandi við okkur í sóknarnefndinni eða sóknarprestinn. Magndís Alexandersdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar